Eyrarbakkavegur | Farsímamastur og tækjaskýli – Deiliskipulag 2408057
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga deiliskipulags:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 5. febrúar 2025 tillögu að nýju deiliskipulagi á vegslóða Háeyrarvegs (norðan við Hjalladæl) á Eyrarbakka.
Um er að ræða deiliskipulag fyrir nýja lóð sem nýtt verður undir farsímasendibúnað áasmt fjarskiptabúnað. Aðkoma að lóðinni er sunnan frá Háeyrarvegi.
Lóðin er á opnu svæði skv. Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036 og er engin byggð á svæðinu. Fjarlægð masturs frá miðlínu Eyrarbakkavegar er um 50m og 160m að lóðarmörkum íbúðarhúsa við Hjalladæl.
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til auglýsingar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á www.skipulagsgatt.is.
Skipulagstillagan er í auglýsingu frá 13. febrúar 2025 til 27. mars 2025
Þeir aðilar sem hafa athugasemdir eða ábendingar hafa frest til og með 27. mars 2025, til að skila inn til skipulagsfulltrúa ( runarg@arborg.is), eða á skipulag@arborg.is.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is.
Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.
Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi