Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19. september 2024

Fossnes og Mýrarland - Deiliskipulag Verslunar-þjónustu, Athafna- og iðnaðarsvæða - 2310134

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti 4. 9. 2024 tillögu að deiliskipulagi fyrir Mýrarhverfi og Fossnes á Selfossi. 

Deiliskipulagið tekur til lóða á svæði Hellismýrar og Fossness á Selfossi. Tillagan sem lögð er fram er í samræmi við breytingar á aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, sem er í skipulagsferli. Í gildi er deiliskipulag fyrir Fossnes frá árinu 2009, og mun nýtt deiliskipulag taka yfir það skipulag. Einnig er til deiliskipulag fyrir Hellismýri frá 2001, sem hefur verið breytt, fyrst 2008 og 2021. 

Nýtt deiliskipulag mun einnig taka yfir svæði Hellismýrar

Meginmarkmið deiliskipulagsins er setja fram heildstæða stefnu fyrir atvinnulóðir og verslunarlóðir þar sem aðgengi er gott frá núverandi Suðurlandsvegi og lóðir og umhverfi er aðlagað að nýjum Suðurlandsvegi. Meðfram núverandi Suðurlandsvegi er nýtingarhlutfall hærra en á öðrum lóðum innan reitsins og áhersla lögð á snyrtilegar lóðir með þjónustu fyrir íbúa Árborgar sem og annarra. Lóðirnar eru mjög sýnilegar frá aðkomuvegi inn í bæinn og skal því vanda byggingar og frágang lóða. 

Áhersla er lögð á góða umhverfismótun milli nýs Suðurlandsvegar og lóðanna meðfram honum og einnig er rík áhersla lögð á góðar stígatengingar að svæðinu og gegnum það, bæði fyrir gangandi og hjólandi, með öryggi vegfarenda að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á grænt yfirbragð og snyrtilegan frágang innan alls svæðisins.

Almennt er gert ráð fyrir að nýtingarhlutfall hækki miðað við gildandi deiliskipulagsáætlanir, en verði þó ekki fullnýtt miðað við heimildir aðalskipulags Árborgar 2020 - 2036.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til auglýsingar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á www.skipulagsgatt.is.

Skipulagstillaga er í auglýsingu frá 19. september 2024, til og með 31. október 2024. Þeir aðilar sem hafa athugasemdir eða ábendingar hafa frest til og með 31. október 2024, til að skila inn til skipulagsfulltrúa ( runarg@arborg.is), eða á skipulag@arborg.is.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is.

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica