Hólar, Svínabú | deiliskipulagstillaga
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst til kynningar eftirfarandi lýsing deiliskipulagstillögu.
Hólar, Svínabú | Lýsing deiliskipulags
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 15. september 2021 að auglýsa til kynningar lýsingu að deiliskipulagi fyrir Hóla - Svínabú, Sveitarfélaginu Árborg.
Hólar - Svínabú | Skipulagslýsing
Lýsingin tekur til um 5 ha svæðis, norðan Gaulverjabæjarvegar, í landi Hóla, þar sem fyrirhugað er að vinna deiliskipulag fyrir svínaeldi. Gert er ráð fyrir um 600 gyltum og möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum.
Ofangreind tillaga að lýsingu deiliskipulags liggur frammmi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.
Lýsingin er í kynningu frá 06.10.2021 til og með 20.10.2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 20.10.2021.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is
Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi