Larsenstræti | Deiliskipulagsbreyting
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar eftirfarandi tillögur deiliskipulagsáætlanna.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 20. október 2021 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Larsenstræti, Selfossi. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðir nr. 4, 6, 8, 10, 12 og 14 verði sameinaðar í eina lóð fyrir byggingu Húsasmiðjunnar á Selfossi. Aðkoma að lóðunum verður sem fyrr frá Larsenstræti, en einnig er gert ráð fyrir aðgangsstýrðri aðkomu að sameinaðri lóð frá Gaulverjabæjarvegi.
Merkislandstún Selfossi | Deiliskipulagsbreyting
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammmi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.
Tillögurnar eru auglýstar með athugasemdafresti frá 27.10.2021 til og með 8.12.2021. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 8.12.2021.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is
Virðingarfyllst
Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi