28. maí 2020

Lýsing aðalskipulagsbreytingar | Austurbyggð 2

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing á fyrirhugaðri breytingu aðalskipulags í Sveitarfélaginu Árborg. 

Aðalskipulagsbreyting | Austurbyggð 2

Um er að ræða svæði sem afmarkast af Gaulverjabæjarvegi í austri, hesthúsahverfi í norðri og vestri, og fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar í Austurbyggð 2 í suðri.

Aðalskipulagsbreytingin felur í sér fyrirætlanir um að stækka íbúðarsvæði Austubyggðar 2 á kostnað svæðis sem ætlað er fyrir hesthúsasvæði. Á svæðinu eru skilgreindar reiðleiðir og gönguleiðir sem koma til með að taka breytingum.

Skipulagslýsingin mun liggja frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa og í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Opnunartímar:
Skrifstofa skipulagsfulltrúa Austurvegi 67 | virkir dagar kl. 08:00 - 12:00 og 12:30 - 15:00
Ráðhús Árborgar Austurvegi 2 | virkir dagar kl. 09:00 - 16:00

Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á sömu stöðum, og á netfangið sigurdur.andres@arborg.is fyrir 17. júní 2020.

Virðingarfyllst,
Sigurður Andrés Þorvarðarson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica