Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12. desember 2024

Miðbær Selfoss - Tryggvatorg og Árbakkasvæði – Dælustöð

Samkvæmt 43. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagsbreytingu:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti 4.12.2024 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Selfoss, Tryggvatorgs og Árbakkasvæðis. 

Breytingin tekur til vestasta hluta gildandi deiliskipulags og er svæðið um 0,37 ha að stærð. Afmörkuð er 334 m2 lóð fyrir nýja dælustöð fyrir vinnslu og dælingu jarðhitavatns úr borholu SE45. 

Lóðin er í minnst 10m fjarlægð frá árbakka og er byggingarreitur afmarkaður 2m frá lóðarmörkum. Tildrög breytingarinnar er aukin þörf fyrir afhendingu heitavatns á Selfossi vegna mikillar uppbyggingar og íbúafjölgunar. Nýtanlegt jarðhitavatn hefur fundist með borun holu SE45 á bökkum Ölfusár innan marka deiliskipulagsins.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til auglýsingar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á www.skipulagsgatt.is

Skipulagstillagan er í auglýsingu frá 12. desember 2024, til og með 30. janúar 2025

Þeir aðilar sem hafa athugasemdir eða ábendingar hafa frest til og með 30. janúar 2025, til að skila inn til skipulagsfulltrúa (runarg@arborg.is), eða á www.skipulag@arborg.is.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið www.skipulag@arborg.is

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica