Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14. mars 2024

Norðurhólar 5 | Deiliskipulagsbreyting Verslunar- og þjónustulóðar og leikskóla lóðar

Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýst eftirfarandi breyting á deiliskipulagi: 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi 6.3.2024, tillögu að breyttu deiliskipulagi verslunar- og þjónustulóðar auk leikskólalóðar í og við Norðurhóla 3 og 5, sem öðlaðist gildi 18.7.2007. 

 Í deiliskipulagsbreytingunni felst að deiliskipulagssvæðið stækkar til vesturs, þannig að lóðin Norðurhólar 5, (verslunar- og þjónustulóð) verður að öllu leyti innan marka deiliskipulagssvæðisins. 

Markmið skipulagsbreytingar er að skilgreina breyttar lóðarstærðir, byggingarreiti, byggingarheimildir, þakform og hæðir fyrir lóðirnar Norðurhólar 3 og 5. Á lóðinni Norðurhólar 3 er gert ráð fyrir stækkun lóðar (verður 10.145m2) og aukið byggingarmagn á einni hæð, upp á 2.300m2

Bílastæðafjöldi verður 49. Göngustígar verða allan hringin í kringum báðar lóðir, sem auðveldar allt aðgengi á svæðinu. 

Á Lóðinni Norðurhólar 5 er gert ráð fyrir stærð lóðar upp á 5.156m2 auk byggingarmagns upp á rúma 2800m2. Hæðir byggingar geta verið frá 1 - 3, og skal efsta hæð vera inndregin. Hámarks byggingarmagn með kjallara er allt að 3800m2. Mesta hæð byggingar allt að 12.0m. Auk bílastæða á lóð, verður gert ráð fyrir allt að 6 hleðslustæðum fyrir rafbíla. 

Lóðin Norðurhólar 3 er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, sem samfélagsþjónusta (S 11), og Norðurhólar 5, er skilgreind sem verslunar- og þjónustu lóð (VÞ 9).

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Skipulagstillagan er auglýst með athugasemdafresti frá 13. mars 2024, til og með 24. apríl 2024.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 24. apríl 2024.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is.

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica