Vesturbær | Þróunarreitur verslunar, þjónustu og íbúðabyggðar
Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýst eftirfarandi lýsing skipulagstillögu:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti 21.8.2024, skipulgaslýsingu frá UNDRA og VSÓ ráðgjöf, fyrir Miðsvæði, M7 á Selfossi.
Skipulagssvæðið 5,5ha, er hluti af stærra þróunarsvæði meðfram Eyravegi fyrir blandaða byggð íbúða og þjónustu. Heildarsvæðið gæti orðið um 11 ha að stærð.
Í fyrsta áfanga (reitir A-F) eru áform um að leggja inn breytingu á deiliskipulagi fyrir svæði sem afmarkast af Fossheiði að Lágheiði og Eyravegi að Gagnheiði innan miðsvæðis M7 og frá Fossheiði að Gagnheiði nr. 9 sunnan megin við Gagnheiði á íbúðasvæði ÍB20.
Heildar svæði afmarkast af Eyravegi, Fossheiði, og austanverðu að Heimahaga og Úthaga, og til suðvesturs mót Fossvegi. Á reitum A - J er áætlað að íbúðafjöldi geti orðið 1450 - 1850 íbúðir, auk 11.000m2 undir verslunar- og þjónustu á jarðhæðum.
Ofangreind skipulagslýsing liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á skipulagsgátt.
Skipulagslýsing er í kynningu frá 29. ágúst 2024, til og með 26. september 2024.
Þeir aðilar sem hafa athugasemdir eða ábendingar hafa frest til og með 26. september 2024, til að skila inn til skipulagsfulltrúa ( runarg@arborg.is), eða á www.skipulag@arborg.is.
Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.
Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi