Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13. maí 2020

Auglýsing um skipulagsmál - Árbakki, Móavegur 4 og Hellisland 36

Árbakki - Aðalskipulagsbreytingin felur í sér fyrirætlanir um að breyta atvinnusvæði í íbúðarsvæði, og að færa lóð fyrir leikskóla inn í mitt íbúðarsvæði.
Móavegur 4 og Hellisland 36 - Um er að ræða annars vegar fyrirhugað deiliskipulag á lóðinni Móavegur 4, Selfossi, þar sem fyrirhugað er að reisa kirkju Kaþólska safnaðarins á Suðurlandi.

Árbakki

Samkvæmt 1.málsgrein 30. greinar og 1.málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr.123/2010 er hér kynnt lýsing á fyrirhugaðri breytingu aðalskipulags í Sveitarfélaginu Árborg og deiliskipulags Árbakka. Um er að ræða svæði sem afmarkast af Ölfusá í vestri, Laugardælum í austri, lóðunum Austurvegi 65 og 67 í suðri, og fyrirhugaðri legu Þjóðvegar 1 í norðri.

Aðalskipulagsbreytingin felur í sér fyrirætlanir um að breyta atvinnusvæði í íbúðarsvæði, og að færa lóð fyrir leikskóla inn í mitt íbúðarsvæði.
Deiliskipulagsbreytingin felst í breytingu á gildandi deiliskipulagi og stækkun deiliskipulagsmarka með það í huga að fjölga íbúðum.

Breyting á aðalskipulagi Árborgar og deiliskipulagi Árbakka

Deiliskipulag Móavegar 4 og Hellislands 36

Samkvæmt 1.málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr.123/2010 eru hér kynntar lýsingar á tveimur fyrirhuguðum deiliskipulögum í Sveitarfélaginu Árborg

Um er að ræða annars vegar fyrirhugað deiliskipulag á lóðinni Móavegur 4, Selfossi, þar sem fyrirhugað er að reisa kirkju Kaþólska safnaðarins á Suðurlandi. Lóðin markast af götunum Urðarmóa, Starmóa og þjónustuvegi fyrirhugaðrar hreinsistöðvar, og Ölfusá.

Deiliskipulag Hagalands, Selfossi

Hins vegar er um að ræða fyrirhugað deiliskipulag á lóðinni Hellisland 36, Selfossi, sem markast af lóðunum á Jarðri og á Hrefnutanga, og Ölfusá. Fyrirhugað er að deiliskipuleggja þrjár lóðir fyrir einbýlishús á svæðinu.

Skipulagslýsing Hellisland 36, Selfossi

Skipulagslýsingarnar munu liggja frammi á skrifstofu Skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi, og í Ráðhúsi Árborgar að Austurvegi 2 á skrifstofutíma.

Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á sömu stöðum, en einnig á netfangið sigurdur.andres@arborg.is fyrir 23. mars næstkomandi.

Virðingarfyllst,
Sigurður Andrés Þorvarðarson
skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica