31. október 2011

Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Árborg

Samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 auglýsir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar tillögu að deiliskipulagi af landi Skipa land nr. 165566 í Sveitarfélaginu Árborg.

Myndir

Um er að ræða deiliskipulag á sumarhúsalóðum sem teknar eru út úr jörðinni Skipum Lnr. 165566 Stokkseyri. Stærð sumarhúsalóðana er 1,08 ha og 1,00 ha.
Aðkoma að lóðunnum er um aðkomuveginn að Skipum og gegnum bæjarhlaðið.
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir sumarhúsi allt að 150 m2 og geymslum/gestahúss allt að
40 m2

Teikning og greinargerð, vegna tillögunnar mun liggja frammi á skrifstofu framkvæmda – og veitusviðs Árborgar að Austurvegi 67 á Selfossi frá og með 10. nóvember til og með 22. desember 2011.
Öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 22. desember 2011 og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu framkvæmda- og veitusviðs Austurvegi 67, 800 Selfossi.
Á sama tíma er teikning og greinagerð til kynningar á heimasíðu Árborgar http://www.arborg.is þar sem hægt er að skoða tillöguna og senda athugasemdir til skipulags- og byggingarfulltrúa í netfangi skipulag@arborg.is.
Selfossi, 8. nóvember 2011..

Bárður Guðmundsson, skipulags- og
byggingarfulltrúi Árborgar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica