18. nóvember 2014

Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi

Samkvæmt 1.mgr. 43.gr. skipulagslagslaga nr. 123/2010.auglýsir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar tillögu að deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg.

Sjá myndir


Tillagan nær til svæðis sem afmarkast af Eyravegi og Austurvegi til norðurs og aðliggjandi íbúðarlóðum við Tryggvagötu til austurs, Sunnuvegi til suðurs og Kirkjuvegi til vesturs. Skipulagssvæðið er alls um 5.57 ha að flatarmáli.

Teikningar ásamt greinagerð, vegna tillögunnar mun liggja frammi á skrifstofu skipulags og- byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi frá og með 23.maí 2013 til og með 7.júlí 2013.

Öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila athugasemdum rennur út 7.júlí 2013 og skal þeim skilað skriflega til skipulags og byggingarfulltrúa á skrifsofu hans að Austurvegi 67, 800 Selfossi.

Á sama tíma er teikning og greinagerð til kynningar á heimasíðu Árborgar http://www.arborg.is þar sem hægt er að skoða tillöguna og senda athugasemdir til skipulags og- byggingarfulltrúa í netfangið skipulag@arborg.is.

Virðingarfyllst,
Bárður Guðmundsson,
skipulags- og byggingafulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica