Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13. maí 2020

Auglýsing. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030

Stækkun íbúðabyggðar sunnan við Selfoss. Bæjarstjórn Árborgar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 samkvæmt 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting í landi Bjarkar og Jórvíkur, stækkun byggðar

Breytingin felur í sér stækkun íbúðarsvæðis sunnan Selfoss og er breytt úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði. Innan skipulagsreitsins er fyrirhugað að rísi íbúðarbyggð með blandaðri húsgerð fjölbýlishúsa, rað-, par- og einbýlishúsa, svipað og gert er ráð fyrir í Björkurstykki og hefð er fyrir á Selfossi. Þá er gert ráð fyrir að leikskóli rísi á svæðinu samkvæmt nánari staðsetningu í deiliskipulagi. 

Breytingartillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi frá og með fimmtudeginum 19.desember n.k. til fimmtudagsins 30. janúar 2020 og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Árborgar http://www.arborg.is þar sem hægt er að skoða tillöguna og senda athugasemdir. 

Þeim sem sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til fimmtudagsins 30 janúar 2020. 

Skila skal skriflegum athugasemdum á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfoss. 

Virðingarfyllst,
Bárður Guðmundsson | skipulags- og byggingarfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica