13. maí 2020

Eyravegur 34-38 Selfossi. Lýsing deiliskipulagsáætlunar

Samkvæmt 1.mgr.40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing deiliskipulags fyrir lóðirnar Eyravegur 34-38 á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða deiliskipulag á skipulagssvæði sem skilgreint er verslunar- þjónustu og íbúðarsvæði. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðunum Eyravegi 34-38. Selfossi. Lóðirnar eru vestan Fossvegs og norðan Eyravegs.

Eyravegur 34. Áætlað er að á lóðinni verði heimilað að byggja tvö stakstæð hús, byggingarnar geta verið með verslun og þjónustu á 1.hæð með íbúðum þar fyrir ofan, einnig verði heimilt að vera með íbúðirnar á öllum hæðum. Byggingarnar verði 4 og 5 hæða hús með möguleika á bílakjallara.
Verði sett tvö hús á reitinn skal það hús sem stendur norðar í reitnum vera hærra en það sem stendur nær suðri líkt og húsin við Fossveg. Verði aðeins byggð ein bygging á lóðinni skal hún ekki vera hærri en 4 hæða.

Eyravegur 38. Heimilt verði að byggja 4 hæða hús á lóðinni.

Hæðarskilmálar eru eins fyrir lóðirnar og við fjölbýlishúsin við Fossveg 2-4 og 6 þ.e. 5 hæða hús með risþaki má mest vera 18.0 m frá gólfplötu 1. hæðar og 4 hæða hús 15.0 m. Vegghæð skal ekki vera meiri en 17.0 m fyrir 5 hæða hús og 15.0 m 4 hæða hús mælt frá gólplötu 1.hæðar. Þakhalli er frjáls að uppfyltum ákvæðum gildandi byggingarreglugerðar.
Nýtingarhlutfall lóðanna verður 1.1
Bílastæði verða eftirfarandi.
Fyrir verslunar- og þjónusturými skal vera 1 bílastæði á hverja 50 m2.Fyrir íbúðir 80m2 og minni skal vera 1 bílastæði á hverja íbúð. Fyrir íbúðir 80 m2 og stærri skulu vera 2 bílastæði á hverja íbúð.
Fjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða skal vera samkvæmt ákvæðum gildandi byggingarreglugerðar. Fylgja skal ákvæðum gildandi byggingarreglugerðar varðandi aðgengi að rafmagni fyrir hleðslu rafmagnsbíla.
Heimilt er að gerra bílakjallara undir húsunum.

Lýsing deiliskipulagsáætlunarinnar mun liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi og í Ráðhúsi Árborgar að Austurvegi 2 Selfossi á skrifstofutíma frá kl. 9:00 - 16:00. 

Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á sama stað og á netfangið bardur@arborg.is fyrir 21.febrúar 2020.

Skipulagslýsing útgáfa 1_8.01.2020

Virðingarfyllst
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica