Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Jól í Árborg

Jólahátíðin í Sveitarfélaginu Árborg er sannarlega skemmtileg með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla fjölskylduna. 

Tónleikar, jólagluggar, barnaskemmtun, jólamarkaðir, kveikt á jólatrjám í byggðakjörnum og
innkoma jólasveinanna eru hluti af jóladagskránni í Sveitarfélaginu Árborg

VIÐBURÐARDAGATAL
Við minnum á að viðburðadagatal Sveitarfélags Árborgar er reglulega uppfært

Jól í Árborg  | Facebook

Allir áhugasamir geta sent inn upplýsingar um viðburði í tölvupósti á olafur.rafnar@arborg.is |  margretb@arborg.is eða í síma 480 1900

Banner-2024

Gáta fyrir klára krakka

Jólagluggarnir opna á hverjum degi frá 1. - 24. des. með nýjum staf. Orðaleikur fyrir yngri kynslóðina. 

Orðaleikurinn virkar þannig að þátttakendur skoða nýjan jólaglugga sem birtist á hverjum degi víðsvegar í sveitarfélaginu. Í jólaglugganum er falinn bókstafur sem þarf að setja á réttan stað í orðaleikinn. Bókstafirnir mynda í lokin setningu þar sem leynast svör við spurningum og þá er gátan leyst!  

Þegar svörin eru komin er tekið á móti svörum í Bókasafni sveitarfélagsins, Selfossi og í Sundhöll Selfoss. Skemmtileg verðlaun í boði!

Þátttökublað Jólagluggans er hægt að nálgast á Bókasöfnum Árborgar, Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka, Sundhöll Selfoss og Byggðasafni Árnesinga. Einnig er hægt að sækja gátuna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Góða skemmtun!

Jólaglugginn 2024

Jólagluggar 2024 | staðsetningar / googlemap


Þetta vefsvæði byggir á Eplica