Jól í Árborg
Jólahátíðin í Sveitarfélaginu Árborg er sannarlega skemmtileg með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla fjölskylduna.
Tónleikar, jólagluggar, barnaskemmtun, jólagáta, markaður, kveikt á jólatrjám í byggðakjörnum og innkoma jólasveinanna eru hluti af jóladagskránni í Sveitarfélaginu Árborg.
VIÐBURÐARDAGATAL ÁRBORGAR
Við minnum á viðburðadagatal Sveitarfélags Árborgar sem er reglulega uppfært hérna á vefsíðunni
Allir áhugasamir geta sent inn upplýsingar um viðburði í tölvupósti á olafur.rafnar@arborg.is | margretb@arborg.is eða í síma 480 1900
Jólagluggarnir opna í stofnunum og fyrirtækjum á svæðinu frá 1. des.- 24. des. og verður jólagátan í gangi fyrir yngri kynslóðina. Gátan virkar þannig að þátttakendur skoða hvern jólaglugga og finna bókstaf í glugganum sem er svo settur á þátttökueyðublaðið. Bókstafirnir mynda setningu sem gefur þér svar við spurningum á blaðinu. Þegar svörin eru komin er hægt að skila inn lausnum í kassa í Bókasafni sveitarfélagsins í Ráðhúsinu eða Sundhöll Selfoss og þá eigið þið möguleika á verðlaunum.
Jólaglugginn 2022 - Gáta fyrir klára krakka |
Jólaglugginn 2022 - Dagsetningar / Staðsetningar