Afnotaleyfi | Eyravegur 3-5
Mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar veitir leyfishafa tímabundið og takmarkað leyfi til afnota af landi sveitarfélagsins til að/fyrir:
Tímabundnum afnotum af gangstétt og bílastæðum vegna byggingaframkvæmda við Eyraveg 3 - 5
Til þess að geta komið fyrir krana norðan megin við byggingarreit er fyrirséð að girðingin muni ná yfir gönguleið og bílastæði við Eyraveg, á lóð Sveitarfélagsins.
Á meðfylgjandi uppdrætti sést fyrirhugað vinnusvæði skilgreint með rauðum útlínum, ásamt fyrirhuguðum merkingum.
Tryggt verður að gönguleið meðfram Eyravegi verði aðgengileg og að gönguþverun við Hótel Selfoss verði greiðfær. Tryggt verður að bílastæði við Eyraveg 7 verði aðgengileg.
Um tvöfalda girðingu er að ræða n.t.t ytri girðing sem tryggir öryggi gangandi gangvart umferð 130 - 140 cm há smíðuð á grunni steyptra bita, klædd með álplötum/bárujárni.
Innri girðing er svo hefðbundin vinnusvæðagirðing tveggja metra há.