Árborg auglýsir til sölu land í Stekkjahverfi
Landið er um 17,5 ha. að stærð og heitir Björkurstykki 3, landeignanúmer L236861. Um er að ræða vel staðsett land sem er ætlað undir íbúðabyggð.
Svæðið er hluti af uppbyggingarsvæði á landi Bjarkar sem liggur sunnan Suðurhóla og meðfram Eyravegi
Sveitarfélagið leitar nú að áhugasömum aðila til að festa kaup á umræddu landi, og sjá í framhaldinu um deiliskipulagsgerð, hönnun, uppbyggingu innviða og sölu byggingarlóða.
Landið sem um ræðir er ekki deiliskipulagt en fyrirliggjandi eru deiliskipulagstillögur frá nóvember 2021. Þær tillögur gera ráð fyrir allt að 296 íbúða byggð en hugmyndir eru uppi um að fjöldi íbúða á landinu geti orðið allt að 360.
Tilboð í landið ásamt umbeðnum fylgigögnum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour innan auglýsts skilafrest, sem er kl. 16:00 þriðjudaginn 19. desember 2023.
Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur er liðinn. Í kjölfar opnunar verður tilboðsgjöfum sent opnunaryfirlit rafrænt.
Niðurstaða útboðs verður birt á vef Árborgar