Byggingarréttur til sölu | Tryggvagata 36
Árborg auglýsir til sölu byggingarrétt fyrir íbúðarhúsnæði á lóðinni Tryggvagötu 36.
Um er að ræða lóð í grónu hverfi miðsvæðis á Selfossi þar sem stutt er í alla þjónustu
Leitað er að kaupanda/fasteignaþróunaraðila sem mun taka að sér að leiða breytingu á deiliskipulagi, hanna, fjármagna og byggja upp íbúðir á lóðinni. Stærð lóðarinnar er 3,084 m2 og er lámarksbyggingamagn 2.500m2.
Tilboð í byggingarrétt á lóðinni ásamt umbeðnum fylgigögnum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour innan auglýsts skilafrest, sem er kl. 13:00 föstdaginn 29. nóvember 2024.
Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur er liðinn. Í kjölfar opnunar verður tilboðsgjöfum sent opnunaryfirlit rafrænt. Niðurstaða útboðs verður birt á vef Árborgar.