Frístundamessa Árborgar laugardaginn 6. september
Kynning á frístundastarfi fyrir börn og fullorðna
Laugardaginn 6. september frá kl. 10:00 - 12:00 í Lindex höllinni verður Frístundamessa Árborgar.
Þar gefst tækifæri til að kynna sér og prófa fjölbreytt frístundastarf í sveitarfélaginu - bæði fyrir börn og fullorðna.
Fyrir fullorðna verður sérstök kynning á íþróttum og frístundum sem henta öllum aldri og getu - hvort sem þú vilt prófa að hreyfa þig, prufa eitthvað nýtt eða finna nýtt áhugamál.
Hoppukastali verður á staðnum fyrir krakkana og boðið upp á grillaðar pylsur fyrir alla gesti.
Komdu með fjölskylduna og uppgötvaðu hvað Árborg hefur upp á að bjóða þegar kemur að íþrótta- og frístundastarfi!