Jólatorgið á Eyrarbakka - opið fyrir umsóknir söluaðila
Jólatorgið á Eyrarbakka opnar á ný sunnudaginn 30. nóvember.
Jólatorgið á Eyrarbakka opnar aftur sunnudagana 30. nóvember og 7. desember frá kl. 13 - 17. Sömu daga verður opið í Byggðasafni Árnesinga með hátíðlegri dagskrá og í Rauða húsinu verður opið og kakó og vöfflur til sölu. Kveikt verður á jólatré Eyrbekkinga sunnudaginn 30. nóvember kl. 16, við hliðina á Jólatorginu. Það verður því nóg um að vera og jólaleg markaðsstemning í þorpinu.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir söluaðila sem vilja tryggja sér pláss í jólahúsunum, en umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember. Forgangur er fyrir fólk sem býr í nærumhverfi.
Á Jólatorginu verða skreytt hús þar sem boðið verður upp á fjölbreyttan varning sem tengist jólunum með einum eða öðrum hætti. Sérstök áhersla verður lögð á gæðavörur, hvort sem um er að ræða mat, drykki, handverk eða aðrar hátíðartengdar vörur. Markmiðið er að skapa lifandi og notalega stemningu þar sem gestir geta keypt fallegt handverk, jólakort og annað sem unnið er á heimaslóðum.
Söluaðilum er bent á að sækja um pláss með því að senda tölvupóst á hera.fjolnis@arborg.is Fjölbreytni í vöruúrvali verður lykilatriði við val á söluaðilum. Torgið verður opið fyrstu tvo sunnudagana á aðventunni, 30. nóvember og 7. desember, frá klukkan 13 til 18.