Opinn íbúafundur með innviðaráðherra
Samráðsfundur með íbúum Suðurlands á Selfossi miðvikudaginn 20. ágúst um samgöngur, fjarskipti, sveitarstjórnar- og byggðamál.
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði.
Fundirnir eru opnir öllum en hægt er að skrá sig á einstaka fundi hér að neðan. Fundir eru alla jafna haldnir síðdegis og boðið upp á kaffiveitingar á hverjum stað.
Skráning: Stjórnarráðið | Samráðsfundir með innviðaráðherra 2025