Opnað fyrir umsóknir á frístundaheimili
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á frístundaheimili Árborgar fyrir næsta skólaár, 2024 - 2025.
Kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.- 4. bekk
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á frístundaheimili Árborgar fyrir næsta skólaár, 2024 - 2025.
Umsóknir eru framkvæmdar á Völu inni á vala.is
Athugið að vistun flyst ekki á milli ára og því þarf að sækja um að nýju ef þið ætlið ykkur að nýta frístund aftur á næsta skólaári.
Síðasti dagur vetrarfrístundar þessa skólaárs, 2023 - 2024, verður 6. júní n.k. sem er dagur skólaslita. Þar eftir detta allir þátttakendur út af lista.
Við bendum ykkur á að börn sem eru að fara í 3. og 4. bekk sækja um í safnfrístundinni, Eldheimum.
Kær kveðja,
Forstöðukonur frístundaheimila Árborgar