Sundhöll Selfoss | Tilkynning til foreldra og forráðamanna
Nú styttist í 1. júní og þá mega börn sem verða 10 ára á árinu (fædd árið 2014) koma ein í sund
Það er alltaf mikil spenna fyrir því að þurfa ekki að koma með mömmu, pabba eða einhverjum fullorðnum og mikið af börnum sem koma fyrstu dagana.
Til að skrá nýja notendur í kerfið þurfa börnin að fara í augnskannann til að fá aðgang að sundlauginni.
Mikilvægt er að börnin muni eða komi með kennitöluna sína svo starfsfólk Sundhallar Selfoss geti skráð þau í kerfið.