Svæðisskipulag Suðurhálendis
Við vekjum athygli á að ábendingar eða athugasemdir við vinnslutillögu um Suðurhálendið þurfa að berast til svæðisskipulagsnefndar fyrir 19. febrúar 2023 (framlengdur frestur).
Suðurhálendi er víðfemt og margbreytilegt, bæði hvað varðar form og liti, jarðfræði og vistfræði. Á svæðinu má finna allt frá hrikalegu fjallendi sundur skorið af jöklum, til víðfemra háslétta með miklu víðsýni og kolsvartra sanda til litríkra líparítsvæða.
Svæðisskipulagið er unnið á grundvelli skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið er stefnumörkun 11 sveitarfélaga á Suðurlandi og nær yfir þjóðlendur á hálendinu, innan þeirra sveitarfélagamarka.
Svæðisskipulagsnefnd hefur umsjón með vinnslu, kynningu og afgreiðslu svæðisskipulagsins undir yfirstjórn sveitarfélaganna. Svæðisskipulagið er háð samþykki allra hlutaðeigandi sveitarstjórna og staðfestingu Skipulags-stofnunar.
EFLA hefur unnið að svæðisskipulaginu í umboði svæðisskipu-lagsnefndar.Tillagan, forsendur hennar og umhverfismater nú sett fram til kynningarfyrir almenning í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga.