Útboð | Vetrarþjónusta Árborg 2025-2028
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í verkið: „Vetrarþjónusta Árborg 2025-2028“
Myndlýsing:
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í verkið:
„Vetrarþjónusta Árborg 2025-2028“
Í verkinu felst snjóruðningur á götum, gönguleiðum meðfram götum og bílaplönum stofnana í Árborg.
Útboðinu er skipt upp í þrettán hluta.
Helstu magntölur í verkinu má sjá hér:
Svæði Forgangur 1 Forgangur 2 Ekki í forgangi Bílastæði
m m m m²
1 200 2.200 1.200 -
2 1.500 900 1.400 4.900
3 800 800 2.000 7.400
4 600 600 1.900 1.250
5 100 500 3.100 1.550
6 - 1.300 3.700 -
7 50 600 7.450 6.500
8 350 - 4.100 1.450
9 900 1.000 3.650 3.050
10 2.300 2.700 8.500 1.950
30 450 550 3.350 2.700
40 6.300 16.900
50 1.100 4.400 11.000 480
Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi í gegnum útboðsvef Árborgar á vefslóðinni: https://arborg.ajoursystem.net/tender eftir kl. 17:00 þann 22. september 2025.
Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Árborgar eigi síðar en kl. 10:00 þann 23. október 2025. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar tilboði hefur verið skilað á útboðsvefinn. Fundargerð opnunarfundar verður send öllum bjóðendum.