Trjágróður út fyrir lóðarmörk | Vinsamlegast athugið
Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað hættu fyrir vegfarendur

Ágæti húseigandi / lóðarhafi !
Trjágróður er til prýði og ánægju fyrir eigendur og vegfarendur, en nú hefur trjágróður á lóð þinni vaxið út fyrir lóðarmörk . Slíkt skapar óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur, auk þess sem það getur valdið tjóni á tækjum og bifreiðum sem þjónusta íbúa sveitarfélagsins.
Við biðjum þig um að bregðast skjótt við og hafa einkum í huga þau atriði sem starfsmenn okkar hafa merkt við hér að neðan:
Umferðarmerki verða að vera sýnileg. Gróður má ekki byrgja götulýsingu.
Gangandi og hjólandi þurfa að eiga greiða leið um gangstíga.
Þar sem vélsópar og snjóruðningstæki fara um má lágmarkshæð gróðurs yfir stígum ekki vera lægri en 2,8metrar (sjá málsetta teikningu hér fyrir neðan).
Gróður er neðar en 4,2metrar á akbraut (gildir einnig þar sem sorphirða, slökkvilið og sjúkrabílar þurfa að komast eftir stétt eða stíg)
Til að tryggja umferðaröryggi og fyrirbyggja slys þarf að bregðast við þeim
atriðum sem merkt hefur verið við hér að ofan eigi síðar en 14 dögum frá dagsetningu
þessarar tilkynningar. Verði ekki orðið við þessum tilmælum mega lóðareigendur búast við að gróður verði klipptur á þeirra kostnað án frekari fyrirvara sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012 gr. 7.2.2 „Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa eða runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa
eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götu, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun“.
Við óskum eftir góðri samvinnu við að tryggja almenningi greiða leið og skapa umhverfi sem dregur úr líkum á slysum. Við veitum með ánægju allar nánari upplýsingar.
Þjónustumiðstöð Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar
Einnig getur þú sent tölvupóst á netfangið thjonustumidstod@arborg.is
