Vitundarvakning í september – Áhersla á geðheilbrigði eldra fólks
Fjölskyldusvið Árborgar vekur athygli á vitundarvakningu um Gulan september sem hefur það að meginmarkmiði að efla umræðu um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir.
Í september stendur yfir vitundarvakningin Gulur september, sem hefur það meginmarkmið að efla umræðu um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Árið 2025 er sérstök áhersla lögð á geðheilbrigði eldra fólks og mikilvægi þess að bregðast við félagslegri einangrun og einmanaleika.
Eitt af meginmarkmiðum félagslegrar stuðningsþjónustu í Árborg er að rjúfa félagslega einangrun, styðja einstaklinga bæði félagslega og persónulega og stuðla þannig að bættri líðan og aukinni þátttöku í samfélaginu.
Við hvetjum almenning til að kynna sér málefnið nánar á www.gulurseptember.is og hafa samband við félagslega stuðningsþjónustu ef þörf er á aðstoð eða ráðgjöf, í síma 480-1900 eða á studningur@arborg.is
Með sameiginlegu átaki getum við stuðlað að betra geðheilbrigði og auknum lífsgæðum fyrir eldra fólk samfélagsins.