Vor á Byggðasafninu
Blóm, garðálfar og sólarkveðja á „Vor í Árborg“ 2024
Fram undan er löng helgi á safninu í tilefni af hátíðinni „Vor í Árborg“ og opið frá sumardeginum fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl fram á sunnudag 28. apríl
Engin aðgangseyrir er í safnið þessa daga og opið kl. 13 – 17
Í borðstofu Hússins er hin litríka ljósmyndasýning „Ef garðálfar gætu talað“ og tvær smiðjur í boði í gamla fjárhúsinu og í Kirkjubæ.
Sannkölluð blómaparadís verður í fjárhúsi þar sem safngestir fá að setja fingur í mold og sá sumarblómum. Í Kirkjubæ verður póstkortasmiðja en þar má setjast niður, hugsa til vina og ættingja og skrifa sólarkveðju á póstkort sem við á safninu póstleggjum!
Allt efni verður á staðnum og smiðjurnar eru sjálfbærar og opnar á sama tíma og safnið.
Þátttaka í smiðjum er hluti af fjölskylduleiknum Gaman saman, stimpilleikur sem hefur verið fastur hluti af hátíðarhöldunum á Vor í Árborg.
Verið öll velkomin!