Félagsmiðstöð

Forsíða » Skólar » Félagsmiðstöð
image_pdfimage_print

Félagsmiðstöðin Zelsíuz
Austurvegur 2b – 800 Selfoss
Símanúmer: 480-1951 og 899-8776
Umsjónarmaður: Magnús Sigurjón Guðmundsson – magnus.sigurjon@arborg.is
 
Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því hlutverki að sinna tómstunda- og félagsmálum utan hefðbundins skólatíma. Í sveitarfélaginu Árborg er starfrækt félagsmiðstöðin Zelsíuz sem hefur aðsetur á Austurvegi 2b í stóru húsnæði sem býður uppá mikla möguleika. Félagsmiðstöðin hefur verið starfrækt síðan árið 1980 en aðstaðan hefur breyst mikið frá stofnun hennar sem og umfang starfsins.

Markmið félagsmiðstöðvarinnar er fyrst og fremst að bjóða ungmennum úr 5. – 10. bekk í Árborg upp á aðstöðu til að  koma saman og vinna að mismunandi verkefnum og áhugamálum undir handleiðslu starfsmanna. Félagsmiðstöð á að stuðla að jákvæðum og þroskandi samskiptum meðal barna og unglinga og örva félagsþroska þeirra og lýðræðisvitund. Félagsmiðstöðin Zelsíuz vinnur einnig markvisst að forvarnarmálum og valdeflingu en starfsmenn hennar notast við aðferðafræði reynslunáms. Einnig vinnur félagsmiðstöðin að því að tengja saman ungmenni úr mismunandi hverfum sveitarfélagsins.  Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar er skipulögð af ungmennunum sjálfum í samráði við starfsfólk.

Boðið er upp á fjölbreytta klúbbastarfsemi og viðburði en einnig opin hús þar sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Áhersla er lögð á að notendur félagsmiðstöðvarinnar finni að þau séu velkomin og talað sé við þau á jafnréttisgrundvelli.

Starfseminni er skipt upp í starf fyrir miðstigið (5.-7.bekkur) og starf fyrir unglingastigið (8.-10.bekkur).

Vetraropnanir

5.-7.bekkur
Mánudagur      17:00-18:30 í Sunnulækjarskólia
Þriðjudagur     17:00-18:30 á Stokkseyri
Miðvikudagur 17:00-18:30 í Vallaskóla 
Föstudagur      17:00 – 1830 (Einungis námskeið og klúbbastarf – lokað fyrir þá sem ekki eru skráðir í klúbbana)

8.-10.bekkur
Mánudagur        19:30-22:00
Þriðjudagur       19:30-22:00 (Starfið fer fram á Stokkseyri)
Miðvikudagur   19:30 – 22:00
Fimmtudagur   Lokað 
Föstudagur       19:30 – 22:00

Lokað er um helgar nema ef um sérauglýsta viðburði er að ræða.

Lokað er um helgar nema ef um sérauglýsta viðburði er að ræða.