Félagsmiðstöð

Forsíða » Skólar » Félagsmiðstöð
image_pdfimage_print

zelsiuz_nyrri
Félagsmiðstöð Árborgar     www.zelsiuz.is
Austurvegur 2a – 800 Selfoss
S. 480-1950
Umsjónarmaður:Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson- gunnars@arborg.is
Félagsmiðstöðin Zelsiuz hefur verið starfrækt síðan 1980 en aðstaðan hefur breyst mikið frá stofnun. Zelsiuz er staðsett í stóru húsnæði að Austurvegi 2B á Selfossi. Húsnæðið býður uppá mikla möguleika og er vel útbúið.
Zelsiuz er fyrst og fremst ætlað að bjóða unglingum í 8 – 10 bekk í Árborg upp á aðstöðu til að slaka á og koma saman og vinna að mismunandi verkefnum og áhugamálum. Zelsiuz vinnur einnig markvisst að forvarnarmálum og reynir að nota aðrar aðferðir en vanalega tíðkast . Þátttaka unglinga er frjáls og að mestu gjaldfrí og myndar því öðruvísi vinnuaðstöðu en í skyldunámi. Einnig vinnur Zelsiuz að því að tengja saman unglinga milli hverfa og þó megin áherslan sé lögð á hverfi innan sveitarfélagins þá er útilokar Zelsiuz ekki unglinga í öðrum hverfum og sveitarfélögum. Zelsiuz er einnig reglulega með opnanir og böll fyrir 5. – 7. bekk.

Vetraropnanir
Mándagur 13:30 – 17:00 / 20:00 – 22:00
Þriðjudagur 13:30 – 17:00 / 20:00 – 22:00
Miðvikudagur 13:30 – 17:00 / 20:00 – 22:00
Fimmtudagur 13:30 – 17:00 / Lokað um kvöld
Föstudagur 13:30 – 17:00 / 20:00 – 22:00
Lokað um helgar nema ef um sérauglýsta viðburði er að ræða