15.5.2018
46. fundur bæjarstjórnar
46. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn mánudaginn 14. maí 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.
I.
Dagskrá:
I.
Fundargerðir til staðfestingar
1.
a) 1801003
Fundargerð fræðslunefndar 43. fundur frá 11. apríl
b) 143. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 26. apríl
2.
a) 1801006
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 51. fundur frá 25. apríl -
b) 144. fundargerð bæjarráðs ( 1801001 ) frá 3. maí
3.
a) 1801006
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 52. fundur frá 9. maí
4.
a) 1801005
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 51. fundur frá 24. apríl
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 52. fundur frá 2. maí
b) Fundargerð bæjarráðs 145. fundur frá 11. maí
-liður 13.11 í 51. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar. Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um byggingarleyfi vegna Larsenstræti 3, Selfossi og áætlun um kostnað við að gera innri lóðir við Larsenstræti byggingarhæfar. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
-liður 14 í 52. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, mál nr. 1507134, miðbæjarskipulag á Selfossi. Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls. Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um mál nr. 16, 1805868, undirbúningur lóðarúthlutunar í Hagalandi. Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls um sama lið fundargerðarinnar.
-liður 10 í 52. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, mál nr. 1609215 deiliskipulagstillaga Björkurstykki. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Eyrún B. Magnúsdóttir, Æ-lista, tóku til máls.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 14 í 52. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
Úr 51. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 144. fund bæjarráðs til afgreiðslu:
- liður 10, málsnr. 1804320 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi Ólafsvalla á Stokkseyri. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 11, 1804321 - Tillaga að breyttu aðalskipulagi að Þóristúni 1, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
-liður 4a) fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, mál nr. 5, 1804229, útistofur við Vallaskóla. Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, einnig ræddi hann um opnunartíma á gámasvæði. Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.
Úr 52. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu:
- liður 4, málsnr. 1709001 – deiliskipulagstillaga fyrir Votmúla II – Austurkot. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 6, málsnr. 1801324 – deiliskipulagsbreyting við leikskólann Álfheima. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
-
liður 10, málsnr. 1609215 – deiliskipulagstillaga Björkurstykki. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, vék af fundi við afgreiðslu málsins. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 11, málsnr. 1805442 – umsókn um framkvæmdaleyfi til breikkunar hringvegar. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Bæjarstjórn fagnar því að Vegagerðin hyggist hefja framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir og samþykktar samhljóða.
II. 18051484 Viðauki við fjárhagsáætlun 2018
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir viðauka við fjárhagsáætlun. Eyrún B. Magnúsdóttir, Æ-lista, tók til máls.
Viðauki við fjárhagsáætlun var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
III. 18051485 Mannauðsstefna Sveitarfélagsins Árborgar, drög til kynningar
Drögin voru lögð fram.
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir vinnu við mannauðsstefnu sveitarfélagsins.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að fá frekari kynningu á mannauðsstefnunni áður en hún verður staðfest.
IV. 18051487 Staða atvinnulóða við Larsenstræti (umræða að beiðni bæjarfulltrúa S-lista)
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.
V. 18051486 Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um íbúakosningu um aðal- og deiliskipulag miðbæjar Selfoss frá 21. febrúar 2018
Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um íbúakosningu um aðal- og deiliskipulag miðbæjar Selfoss
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að efna til íbúakosningar á grundvelli 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um aðal- og deiliskipulag miðbæjar Selfoss sem samþykkt var í bæjastjórn hinn 21. febrúar 2018.
Bæjarstjórn samþykkir að leita eftir heimild til þess að íbúakosningin fari eingöngu fram með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna íbúakosningarinnar verði rafræn. Um framkvæmd kosninganna fari eftir ákvæðum bráðabirgðaákvæðis V við sveitarstjórnarlög, sbr. og reglugerð nr. 1002/2015 um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár.
Bæjarstjórn samþykkir að rafræna kosningin standi yfir í sjö sólarhringa og hefjist svo fljótt sem heimilað verður og lög leyfa. Bæjarstjórn felur bæjarráði að auglýsa kosninguna og taka ákvörðun um hvenær hún hefst, með vísan til framangreinds, svo og að ákveða hvar kjósendur geti greitt atkvæði á opinberum stöðum í sveitarfélaginu, þar sem nauðsynlegur tækjabúnaður er fyrir hendi. Bæjarstjórn samþykkir að miða kosningaaldur við 16 ára aldur.
Bæjarstjórn samþykkir að eftirfarandi spurningar verði lagðar fyrir íbúa í íbúakosningunni:
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss?
Hlynnt(ur)
Skila auðu
Andvíg(ur)
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss?
Hlynnt(ur)
Skila auðu
Andvíg(ur)
Bæjarstjórn getur lögum samkvæmt ekki ákveðið að niðurstaða kosningarinnar bindi hendur þeirrar bæjarstjórnar sem tekur við að loknum sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara þann 26. maí nk., en ljóst er vegna tímamarka í sveitarstjórnarlögunum að kosningin mun ekki fara fram fyrr en eftir sveitarstjórnarkosningarnar.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Undirritaðir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fagna að sjálfsögðu því að tillaga um íbúakosningu vegna miðbæjarskipulags á Selfossi sé komin fram. Ekki síst vegna þeirrar staðreyndar að undirrituð lögðu fram nánast samhljóða tillögu um íbúakosningu á 37. fundi bæjarstjórnar þann 23. ágúst 2017. Sú tillaga var felld af meirihluta D-lista og fulltrúa B-lista. Nú hafa íbúar sveitarfélagsins gripið inn í málið og knúið meirihluta bæjarstjórnar til þess að hlusta á kröfur íbúa og heimila almenningi að segja sína skoðun á lýðræðislegan hátt,það er sigur fyrir íbúalýðræðið.
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.
VI. 1805028 Staðfesting kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018 og veiting umboðs til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins til að gera breytingar á kjörskrár
Bæjarstjórn Árborgar staðfestir kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna 2018 og veitir framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar, Ástu Stefánsdóttur, hér með fullt umboð til að gera breytingar á kjörskrá skv. 10. gr. laga nr. 5/1998.
VII. 1804222
Ársreikningur 2017 – síðari umræða
Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er ánægjulegt að sjá loks A-hluta bæjarsjóðs skila afgangi, þó ekki sé hann mikill. Það hefur verið skoðun mín alla tíð síðan ég varð bæjarfulltrúi að reka bæri A-hlutann réttu megin við núllið og hef ég oft ekki samþykkt fjárhagsáætlanir sem lagðar hafa verið fram með A-hlutann í mínus. Helsta ástæðan fyrir þessari niðurstöðu eru hærri tekjur sveitarfélagsins. Þrátt fyrir það að útgjöldin hafi einnig aukist frá fjárhagsáætlun.
Mikil fjölgun íbúa í sveitarfélaginu hefur skilað sér í auknum skatttekjum og er það vel, þrátt fyrir að við eigum enn langt í land með að hafa skatttekjur sem ættu að vera eðlilegar, sé miðað við landsmeðaltal. Þar er verk að vinna í auknum atvinnutækifærum og hærra launuðum störfum í sveitarfélaginu.
En betur má ef duga skal og áfram verður að halda á þessari braut að daglegur rekstur sé ekki rekinn með tapi. Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á nýrri bæjarstjórn að halda vel á rekstrinum og missa hann ekki í neina vitleysu.
B-hluta fyrirtæki sveitarfélagsins eru gerð upp með misjöfnum hætti, hvað tap og afgang varðar. Fráveitan skilar afgangi upp á 261 milljón og á orðið eigið fé upp á 1300 milljónir. Selfossveitur og Vatnsveitan skila einnig afgangi og í eigið fé til að standa undir frekari framkvæmdum í veitukerfum sveitarfélagsins. Í þessum málaflokkum þarf stöðugt að vera að tryggja til framtíðar og koma sveitarfélaginu til nútímans á sumum sviðum.
Að lokum skal á það minnst að það er á ábyrgð bæjarfulltrúa að fylgjast vel með rekstri sveitarfélagsins, reglulega, allt árið um kring, og veita aðhald og leita útskýringa á frávikum frá gerðum áætlunum. Fjárhagsáætlanir eru til þess að farið sé eftir þeim, nema brýna nauðsyn beri til annars.
Ég vil þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir þátttöku í rekstri þess og sjá til þess að vel sé farið með fjármuni þess. Einnig vil ég þakka bæjarfulltrúum fyrir samstarf við gerð fjárhagsáætlana og reglulega yfirferð á rekstri sveitarfélagsins.
Helgi Sigurður Haraldsson bæjarfulltrúi B-lista
Ásta Stefánsdóttir, D-lista tók til máls.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur sveitarfélagsins sem hér er til afgreiðslu sýnir jákvæðari rekstrarniðurstöðu en oft áður sem er í samræmi við það sem er að gerast í flestum sveitarfélögum á Íslandi um þessar mundir. Þessi niðurstaða skýrist fyrst og fremst af auknum útsvarstekjum sem helst í hendur við fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Það jákvæða við þennan ársreikning er niðurstaða A- hluta reikningsins sem er að komast í ásættanlegt horf þó skuldir séu enn of miklar. Mjög mikilvægt er að halda áfram að leita allra leiða til þess að lækka skuldir og afborgunarbyrði lána til lengri tíma, svo hægt verði að lækka álögur á íbúa og halda uppi eðlilegu framkvæmda- og þjónustustigi. Undirrituð, bæjarfulltrúar, S-lista samþykkja framlagðan ársreikning fyrir árið 2017.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Eyrún B. Magnúsdóttir, Æ-lista, tóku til máls.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2017 sem hér hefur verið samþykktur sýnir betri rekstrarniðurstöðu af reglulegum liðum en áður hefur sést í 20 ára sögu sveitarfélagsins. Afkoman er með besta móti, framlegðarhlutfall samstæðu var 15,2% og var rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir 1.287 mkr. Skuldaviðmið fer niður í 124% og hefur aldrei verið lægra. Samstæða sveitarfélagsins skilar afgangi frá rekstri upp á um 451 mkr. og var aðalsjóður rekinn með 123 mkr. rekstrarafgangi. Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð sem nemur 16 mkr. Fjárfest var fyrir tæplega 600 mkr. og greiddar niður skuldir að fjárhæð nærri 785 mkr. Veltufé frá rekstri hækkar talsvert á milli ára og sjóðstreymi batnar á milli ára.
Þessi góða rekstrarniðurstaða sem hér er gerð grein fyrir náðist þrátt fyrir að sveitarfélagið tæki á sig umtalsverðar skuldbindingar vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð vegna A-deildar skv. samkomulagi BHM, BSRB og KÍ við íslenska ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Nemur heildarframlagið 697,3 millj.kr (fyrir utan hlutdeild vegna byggðasamlaga) og eru 212 mkr. gjaldfærðar á árinu 2017 á launalið rekstrar vegna þessa og einnig færðar til hækkunar á skammtímaskuldum.
Vilja bæjarfulltrúar D-lista þakka starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf og jafnframt þakka kjörnum fulltrúum og íbúum fyrir að standa saman að því að gera gott samfélag betra.
Eggert Valur Guðmundson, S-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
Ársreikningur 2017 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:00.
Ásta Stefánsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir