Viðburðadagatal
Viðburðir frá Sveitarfélaginu Árborg.
Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu
Viðburðir frá Sveitarfélaginu Árborg.
Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.
Sjá nánar
Sinfóníuhjómsveit Suðurlands heldur jólatónleika fyrir alla fjölskylduna í Selfosskirkju laugardaginn 29. nóvember.
Sjá nánar
Sunnudaginn 30. nóvember 2025 kl. 17 kveikjum við á jólatrénu á Stokkseyri, dönsum í kringum það og syngjum jólalög með körlum klæddum rauðu.
Sjá nánar
Sunnudaginn 30. nóvember 2025 kl. 16 kveikjum við á jólatrénu á Eyrarbakka, dönsum í kringum það og syngjum jólalög með körlum klæddum rauðu.
Sjá nánar
Jólaandinn mun svífa yfir vötnunum á Byggðasafni Árnesinga á aðventu.
Sjá nánar
Hátíðleg markaðsstemning verður fyrstu þrjá sunnudagana í aðventu á Eyrarbakka.
Sjá nánar
Miðvikudaginn 3.desember býður Jórukórinn Sunnlendinga velkomna á sína árlegu jólatónleika í Selfosskirkju kl 18:30 og 20:30. Þar gefst Sunnlendingum tækifæri á að njóta huggulegrar jólastundar í heimabyggð. Tónleikarnir eru uppskeruhátíð hauststarfs kórsins þar sem sunnlenskar konur eru í aðalhlutverki og kórkonur sýna afrakstur æfinga, textasmíða og lagaútsetninga kórs og kórstýru.
Sjá nánar
Þann 6. desember, klukkan 17:00, breytist Hallskot í lifandi jólaævintýraheim þar sem börn og fjölskyldur fá að upplifa töfrandi ferðalag í gegnum upplýstan skóg.
Sjá nánar
Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.
Sjá nánar