Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Opnanir og þjónusta hjá sveitarfélaginu eftir 4.maí

Þjónusta í þjónustuveri sveitarfélagsins, félagslegri ráðgjöf og bókasafni í Ráðhúsi Árborgar ásamt þjónustumiðstöð sveitarfélagins að Austurvegi 67 eru smátt að opna á ný.

Þjónustuver Ráðhús Árborgar
Hefðbundnir opnunartímar verða í þjónustuveri ráðhússins.

Félagsleg ráðgjöf í Ráðhúsi Árborgar
Hefðbundnir opnunartímar verða hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins.

Bókasafn Árborgar
Hefðbundnir opnunartímar verða á Bókasafni Árborgar, Selfossi.
Bókasafnið á Stokkseyri opnar einnig mánudaginn 4. maí kl. 16:00.
Bókasafnið á Eyrarbakka opnar þriðjudaginn 5. maí kl. 16:00.

Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins, Austurvegi 67
Hefðbundnir opnunartímar frá þriðjudeginum 5. maí með aðgangsstýringu við aðalinngang.
Lokað verður fyrir íbúa og óviðkomandi um óákveðinn tíma. 

Vinsamlegast takið eftir að:
Heimsóknum verður haldið í lágmarki eins og kostur er.
Ef verið er að skila inn bréfum til starfsmanna verður tekið á móti þeim í þjónustuveri ráðhúss Árborgar.
Ef fólk er með flensueinkenni er það vinsamlegast beðið um að halda sig heima.
Að lokum leggjum við áherslu á handþvott, spritt og almennt hreinlæti og passa upp á 2 metrana.

Sjá nánar um íþrótta- og frístundastarf í sveitarfélaginu eftir 4. maí Minnum einnig á COVID síðu sveitarfélagsins fyrir nánari upplýsingar

 


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica