13. maí 2020

Auglýsing um deiliskipulagsbreytingu að Eyravegi 34-38 á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg

Samkvæmt 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar tillögu að deiliskipulagisbreytingu að Eyravegi 34 - 38 á Selfossi.

Greinagerð skipulags
Skipulagsuppdráttur

Skipulagstillagan felur í sér heimild til byggingar allt að 4 hæða húsnæði á Eyravegi 38 og 5 hæða húsnæði að Eyravegi 34. Húsnæðið getur bæði verið fyrir verslunar og þjónustuhúsnæði, íbúðahúsnæði eða hvoru tveggja í sömu byggingu.

Á Eyrarvegi 38 er fyrir ein 3. hæða bygging á lóðinni og verður heimilt að byggja eina hæð til viðbótar ofan á hana
Á Eyravegi 34 eru engar byggingar á lóðinni og er skilgreindur einn byggingarreitur á henni, en heimilt er að brjóta upp byggingar og vera með fleiri en eina byggingu innan reitsins, og skal það vera innan leyfilegs nýtingarhlutfalls.

Teikning ásamt greinargerð og skilmálum, vegna tillögunnar mun liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi frá og með miðvikudeginum 13. maí 2019 til miðvikudagsins 24. júní 2020. Öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Frestur til að skila athugasemdum rennur út miðvikudaginn 24. júní 2020 og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu hans að Austurvegi 67, 800 Selfossi.

Virðingarfyllst,
Sigurður Andrés Þorvarðarson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica