Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21. febrúar 2023

Deiliskipulagsbreyting | Miðbær Selfoss

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 18. janúar 2023, tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir miðbæinn á Selfossi. 

Gerð hefur verið breyting á Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036 sem öðlaðist gildi 16.2.2023, þar sem miðsvæði hefur verið stækkað lítillega við Kirkjuveg 13.

Í gildi er deiliskipulag fyrir miðbæjarsvæðið sem var samþykkt 08.07.2021 og auglýst í B. deild Stjórnartíðinda 30.08.2021. Skipulagsreiturinn nær til svæðis sem skilgreind eru í aðalskipulagi Árborgar 2020 ‐ 2036 sem miðsvæði. 

Svæðið afmarkast af Eyravegi og Austurvegi til norðurs og aðliggjandi íbúðarlóðum við Tryggvagötu til austurs, Sunnuvegi til suðurs og Kirkjuvegi til vesturs. Skipulagssvæðið er alls um 6,6 ha að flatarmáli. Stækkunin nemur lóðinni Kirkjuvegur 13, en svæðið var fyrir breytingu um 6,8ha. Deiliskipulagsbreyting tekur til vestur, og suðurhluta svæðis. 

Meginbreytingin er að bætt er við syðst á svæðið niðurgrafinni göngugötu, nefnd Garðatröð, sem tengist við Kirkjuveg að vestan og austurstíg Sigtúnsgarðs að austan. Sunnan við Garðatröð og austan við austurstíginn á móts við lóðina Sigtún 2, er bætt við byggingarreitum fyrir lágreist hús að hámarki 2 hæðir og ris. Lóðamörkum lóða sunnan Miðstrætis er breytt og nýjar lóðir afmarkaðar. Lóðirnar Eyravegur 3 og 5 eru sameinaðar í eina lóð. Með breytingunni er heimilað hámarksbyggingarmagn aukið á svæðinu, mest í kjöllurum og með nýjum lóðum/byggingarreitum.

Ofangreind skipulagstillaga liggjur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Tillögurnar eru auglýstar með athugasemdafresti frá 22. febrúar til og með 5. apríl 2023.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 5. apríl 2023.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is.

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica