Kórónaveiran / Covid-19

Nánari upplýsingar um kórónaveiruna Covid-19 frá embætti landlæknis.


20. mars 2020 : Örvun hagkerfis með þátttöku sveitarfélaga

Ályktun bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar. Bæjarráð Svf. Árborgar hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að leita allra leiða í þeirri viðleitni að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19 heimsfaraldursins. Sjá nánar

20. mars 2020 : Tilkynning frá vatnsveitu Árborgar

Vegna breytinga á stofnlögnum við Norðurhóla verður kaldavatnslaust í Norðuhólum, Melhólum, Berghólum og Hraunhólum þriðjudaginn 24.mars. Aðgerðir hefjast kl. 15:00 og standa yfir fram eftir degi. 

Sjá nánar

19. mars 2020 : Heilsueflandi möguleikar í Sveitarfélaginu Árborg

Nú þegar samkomubann er í gildi og dagleg rútína fer úr skorðum er mikilvægt að huga vel að heilsunni, hvort sem um er að ræða andlega eða líkamlega. Mikilvægt að sofa vel, nærast reglulega, hreyfa sig og gleyma ekki andlega þættinum. 

Sjá nánar

18. mars 2020 : Búið er að opna fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Árborg.

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 30. mars. Eingöngu er hægt að sækja um störfin á ráðningarvef sveitarfélagsins.

Sjá nánar

16. mars 2020 : Fundarboð

Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 18. mars 2020 Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl.17:00. Athugið að lokað verður fyrir gesti á fundinum vegna COVID-19

Sjá nánar

15. mars 2020 : Starfsdagur leikskóla og grunnskóla-breyting

Starfsdagur, leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í Árborg nk. mánudag 16. mars. 

Vegna nauðsynlegra skipulagsbreytinga í leikskólum og grunnskólum Árborgar, í ljósi fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda, mun áætlaður starfsdagur 18. mars færast til mánudagisins 16. mars nk.

Sjá nánar

13. mars 2020 : Starfsdagur leikskóla og grunnskóla-breyting

Starfsdagur, leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í Árborg nk. mánudag 16. mars.

Vegna nauðsynlegra skipulagsbreytinga í leikskólum og grunnskólum Árborgar, í ljósi fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda, mun áætlaður starfsdagur 18. mars færast til mánudagisins 16. mars nk.

Sjá nánar

12. mars 2020 : Alþjóðlegi svefndagurinn 13.mars 2020

Góður svefn er ein af okkar miklvægustu grunnþörfum og hefur áhrif á næstum alla aðra þætti í daglegu lífi. Föstudagurinn 13.mars er tileinkaður svefni og vill Sveitarfélagið Árborg sem heilsueflandi samfélag á þessum degi minna á mikilvægi svefns.   

Sjá nánar

12. mars 2020 : Kæru aðstandendur og viðskiptavinir VISS!

Út frá stöðu COVID-19 kórónaveirunnar verður búð okkar að Gagnheiði 39 lokuð frá 12. mars. Einnig munum við takmarka heimsóknir um óákveðinn tíma.

Sjá nánar

10. mars 2020 : Eftirtaldar lóðir eru lausar til úthlutunar í Sveitarfélaginu Árborg

  • Heiðarstekkur 4 - Fjölbýlishúsalóð
  • Heiðarstekkur 6 - Fjölbýlishúsalóð
  • Norðurhólar 5 - Verslunar- og þjónustulóð
Sjá nánar

10. mars 2020 : Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Árborg

Heildar endurskoðun aðalskipulags Árborgar. Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt að kynnt verði skipulags- og matslýsing fyrir heildarendurskoðun aðalskipulags Árborgar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Sjá nánar

6. mars 2020 : Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2020

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk var haldin í Grunnskólanum í Hveragerði 5. mars 2020 og var hin hátíðlegasta að vanda. Lokahátíðin er samstarfsverkefni grunnskólanna, Radda, skólaþjónustu Árborgar og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. 

Sjá nánar
Síða 2 af 22

Var efnið hjálplegt? Mætti bæta

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

2. apríl 2020 : Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Í maí 2019 barst erindi til bæjarráðs Árborgar frá UNICEF þar sem öll sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Samkvæmt nýlegri tölfræði hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Sjá nánar

2. apríl 2020 : Heilræði á tímum kórónuveiru

Embætti landlæknis hefur tekið saman tíu heilræði sem er gagnlegt að huga að til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan á þessum tímum. 

Sjá nánar

1. apríl 2020 : Akcja czytania

Czas na czytanie: Dążymy do ustanowienia nowego rekordu świata w czytaniu

Sjá nánar

1. apríl 2020 : Lestar­á­takið Tími til að lesa: Stefna að nýju heims­meti í lestri

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica