Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fréttasafn

Fréttir frá Sveitarfélaginu Árborg.


10. nóvember 2025 : Tónlistarskóli Árnesinga 70 ára – stórtónleikar á Laugarvatni

Tónlistarskóli Árnesinga var settur í fyrsta sinn í október árið 1955 og fagnar því 70 ára afmæli í haust. Í tilefni þessara tímamóta verða haldnir afmælis-hátíðartónleikar þann 15. nóvember kl. 14:00, í íþróttahúsinu á Laugarvatni.

Sjá nánar

7. nóvember 2025 : Flottasta strætóskýli landsins á nýjum stað á Stokkseyri

Bæjarráði barst áskorun um að setja upp strætóskýli á Stokkseyri fyrir farþega. Mannvirkja- og umhverfissviði áskotnaðist skýli sem nú er búið að lagfæra og færa í stílinn ásamt því að setja upp á þeim stað sem íbúar lögðu til í gegnum „Betri Árborg“.

Sjá nánar

31. október 2025 : Starfsdagur frístundaþjónustu Árborgar

Frístundaþjónusta Árborgar stóð nýverið fyrir vel heppnuðum starfsdegi fyrir allt sitt starfsfólk. Markmiðið með deginum var að auka þekkingu, samheldni og skapa tækifæri til umræðna og að læra af hvoru öðru.

Sjá nánar

30. október 2025 : Álkerfi ehf. veitt vilyrði fyrir atvinnulóð á Eyrarbakka

Bæjarráð Árborgar hefur veitt fyrirtækinu Álkerfi ehf. vilyrði fyrir atvinnulóð á Eyrarbakka. Fyrirtækið stefnir á uppbyggingu á næstu mánuðum þegar formlegri úthlutun er lokið.

Sjá nánar

29. október 2025 : Northern Lights - Fantastic Film Festival hefst á morgun 30. október á Stokkseyri

Northern Lights - Fantastic Film Festival verður haldin í 3ja sinn dagana 30. október til 2. nóvember í Fisherinn - Culture Center, Stokkseyri. Hátíðin sýnir yfir 50 alþjóðlegar „fantastic“ (ævintýri, fantasía, hrollvekja, vísindaskáldskapur, teiknimyndir) stuttmyndir sem keppa til veglegra verðlauna. 

Sjá nánar

29. október 2025 : Dekur og afslöppun í fyrirrúmi hjá Árblik og Vinaminni

Starfsfólk dagþjálfunar og dagdvalar í Árborg hefur gefið úrræðunum andlitslyftingu og leggja enn meiri áherslu að skapa öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir notendur.

Sjá nánar

27. október 2025 : Inga Lára Baldvinsdóttir og Magnús Karel Hannesson hlutu Menningarviðurkenningu Árborgar árið 2025

Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn á Byggðasafni Árnesinga í gær.

Sjá nánar

24. október 2025 : Jólaskreytingar í undirbúningi

Starfsmenn sveitarfélagsins Árborgar eru byrjaðir að setja upp jólaskreytingar víða í bænum. Næstu daga má því sjá vinnuvélar og starfsfólk að störfum.

Sjá nánar

23. október 2025 : Menningarviðurkenning Árborgar 2025

Sveitarfélagið Árborg endurvekur Menningarviðurkenningu Árborgar og veitir hana sunnudaginn 26. október í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnesinga að Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. 

Sjá nánar

22. október 2025 : Starfsemi frístundaheimila Árborgar hafin af krafti

Frístundaheimilin í Árborg hafa hafið vetrarstarfið af krafti og gengur innleiðing nýs dagskipulags vonum framar. Starfið einkennist af gleði, sköpun og góðum starfsanda þar sem börnin kynnast nýjum rýmum, starfsfólki og fjölbreyttum viðfangsefnum.

Sjá nánar

21. október 2025 : Borðtennis á blússandi siglingu á Stokkseyri

Þjálfarinn Ruben Illera López hjá Ungmennafélaginu á Stokkseyri hefur kveikt áhuga fjölmargra barna á borðtennis sem æfa nú af kappi og stefna á að keppa á mótum vetrarins.

Sjá nánar

20. október 2025 : Gleði og samvera í BES 17. október – þemavinna, söngstund, pálínuboð og lok lestrarkeppni

Föstudaginn 17. október var haldinn einstakur viðburður í skólanum sem einkenndist af gleði, samveru og litadýrð. Dagskráin hófst klukkan 8:20 með notalegri og fjölmennri söngstund, þar sem bæði foreldrar og nemendur tóku þátt. Þessi hlýja stund skapaði góða stemningu og samkennd á meðal allra viðstaddra.

Sjá nánar
Síða 1 af 84

Þetta vefsvæði byggir á Eplica