Við vekjum athygli á
Tilkynning | Lokun milli jóla og nýárs
Skrifstofur þjónustudeilda mannvirkja- og umhverfissviðs, auk skipulags- og byggingardeildar verða lokaðar milli jóla og nýárs, vegna orlofs starfsmanna.
Sorphirða og opnun á gámasvæði um hátíðarnar
Sorphirða í Árborg er á 4 vikna festi. Fyrir jól verður búið að losa allar pappa og plasttunnur. Almennt og lífrænt verður búið að hreinsa í bláa hlutanum á Selfossi og Eyrarbakka en verður hreinsað í gula hlutanum og dreifbýli á milli jóla og nýárs. Sjá nánar á skýringarmyndum hér að neðan:
Sundlaugar Árborgar | Opnunartími yfir hátíðarnar
Opnunartími um jól og áramót í sundlaugum Árborgar | Opening hours for Christmas and New year in Árborg Swimming pools
Bókasafn Árborgar | Opnunartími yfir hátíðarnar
Opnunartími um jól og áramót á Bókasöfnum Árborgar
Fréttasafn
Hátíðarkveðja bæjarstjóra - Viðburðarríkt ár senn að baki
Það er ekki ofsögum sagt að tíminn líður hratt. Árið 2025 hefur verið viðburðaríkt og nú eru jól og áramót að ganga í garð. Lífsreynsla ársins fer í reynslu- og minningarbankann þegar hugsað er til baka og áhugaverð atvik rifjuð upp. Þakklæti er mér ofarlega í huga, það er margt sem við getum glaðst yfir ásamt því að læra af reynslunni til þess að gera betur á næsta ári. Sveitarfélagið Árborg er samfélag sem ég er stoltur af að tilheyra og ég mun alltaf gera mitt besta fyrir Árborg okkar allra.
Kosning á íþróttamanneskjum Árborgar 2025
Fræðslu- og frístundanefnd stendur fyrir kjöri á íþróttamanneskjum Árborgar ár hvert. Í ár eru 10 konur og 14 karlar tilnefnd til að hljóta titilinn.
Blésu jólaanda til þjónustunotenda
Blásarasveit tónlistarskólans heimsótti Vinaminni nýlega og flutti tónlist fyrir þjónustunotendur. Andrúmsloftið var hlýlegt og notalegt og vakti flutningurinn mikla ánægju.
Fyrirtæki í Árborg styrkja starfsemi Árbliks og Vinaminnis
Dagþjálfunin Vinaminni og dagdvölin Árblik í Árborg hlutu nýverið rausnarlegar gjafir frá þremur fyrirtækjum í sveitarfélaginu; BR flutningum, Árvirkjanum og Kaffi Krús. Markmið gjafanna er að styðja við fjölbreytta og uppbyggilega starfsemi dagdvalanna og skapa notendum þeirra aukna gleði og virkni í daglegu starfi.
Laus störf
Ertu að leita að nýju starfi? Kíktu inn á ráðningavefinn okkar og leitaðu að þínu draumastarfi
Sjá nánarViðburðir
MAMMA MIA PARTY
MAMMA MIA PARTY sem hefur slegið í gegn þar sem var uppselt var á öll kvöldin 2025 á Sviðinu og uppselt á Græna hattinum tvö kvöld í röð.
Sjá nánarÖlfusárbrú
Ölfusárbrú er byggð yfir vatnsmesta fljót landsins, 423 m³/sek. að meðaltali á árs grundvelli.
Lesa meira