Við vekjum athygli á
Tilkynning til gesta Sundhallar Selfoss
Framkvæmdir við nýtt saunasvæði hefjast á morgun 4. desember.
66. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 2026
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 3. desember 2025 í
Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
Sundhöll Selfoss | Breyttur opnunartími
Nýr opnunartími tekur gildi þann 1. desember 2025.
Vatnsveita Árborgar | Tilkynning
Vegna vinnu við kaldavatnslagnir verður skerðing á afhendingu á köldu vatni í Árborg frá kl 9:00 og fram eftir degi miðvikudaginn 26.nóv. Biðlað er til íbúa að fara sparlega með kaldavatnið í dag vegna framkvæmda.
Fréttasafn
Fjárhagsáætlun Svf. Árborgar 2026 samþykkt - Ábyrgur rekstur skilar ávinningi til íbúa
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun, var samþykkt að lokinni seinni umræðu í bæjarstjórn í dag, miðvikudaginn 3. desember. Útsvarsprósentan helst óbreytt í 14,97% og fasteignagjöld eru lækkuð.
Vallaskóli vann Skjálftann 2025
Annað árið í röð sigraði Vallaskóli á Selfossi í Skjálftanum, hæfileikakeppni sunnlenskra ungmenna, sem haldinn var í fimmta sinn í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag.
Karlar í Uppsölum – ný vinnustofa fyrir smíðavinnu og góðan félagsskap
Nýtt og spennandi verkefni hefur sprottið af stað sem ber heitið ,,Karlar í Uppsölum“. Hugmyndin er að þar komi saman einstaklingar sem vilji hittast, sinna smíðavinnu, fá sér kaffi, spjalla og um leið eflast félagslega.
Sjóðurinn góði 2025
Nú hefur Sjóðurinn Góði opnað fyrir umsóknir um jólaaðstoð. Hægt verður að sækja um til 10.desember. Á Bókasafni Árborgar Selfossi er hægt að koma jólapökkum undir tré til 17. desember.
Laus störf
Ertu að leita að nýju starfi? Kíktu inn á ráðningavefinn okkar og leitaðu að þínu draumastarfi
Sjá nánarViðburðir
Sjöl í Listagjánni
Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.
Sjá nánar
Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi
Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.
Sjá nánar
Jólatorgið á Eyrarbakka
Hátíðleg markaðsstemning verður fyrstu þrjá sunnudagana í aðventu á Eyrarbakka.
Sjá nánarÖlfusárbrú er byggð yfir vatnsmesta fljót landsins, 423 m³/sek. að meðaltali á árs grundvelli.
Ölfusárbrú er byggð yfir vatnsmesta fljót landsins, 423 m³/sek. að meðaltali á árs grundvelli.
Lesa meira