Nýjar reglur í sundlaugum Árborgar
Kæru gestir sundlauga Árborgar! Frá og með 1. október munu nýjar reglur taka gildi í Sundhöll Selfoss og Sundlaug Stokkseyrar. Þessar breytingar eru gerðar með það að markmiði að tryggja betra öryggi og hreinlæti fyrir alla gesti okkar og bæta almenna upplifun í sundlaugum Árborgar.
Lesa meiraTil allra verslunar- og þjónustufyrirtækja starfandi í sveitarfélaginu Árborg
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir því að áhugasöm verslunar- og þjónustufyrirtæki starfandi í sveitarfélaginu Árborg sendi tilboð í gjafabréf vegna jólagjafa starfsmanna.
Lesa meiraMenningarmánuðurinn október í sextánda sinn
Þann 1. október næstkomandi hefst í sextánda sinn, Menningarmánuðurinn október í Árborg. Dagskráin 2025 er fjölbreytt að vanda og viðburðir í boði fyrir alla aldurshópa samfélagsins. Hátíðin er mótuð af íbúum sveitarfélagsins, félagasamtökum og fleirum. Í henni kynnumst við miklu af því glæsilega menningar- og listastarfi sem fram fer í sveitarfélaginu Árborg.
Lesa meiraMöndlað með módernisma í Sundhöll Selfoss
Myndlistarnemar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa sett upp fjölbreytta sýningu í Sundhöll Selfoss. Um er að ræða allra stærstu sýningu sem nemendur skólans hafa sett upp í opinberu rými. Sú ber yfirskriftina Möndlað með módernisma enda helsta viðfangsefni hennar listastefnur á tímabilinu 1850-1930 en á því skeiði, og reyndar fram eftir 20. öldinni, átti sér stað margþætt þróun í listsköpun.
Lesa meiraGrenið í Jórukletti er Tré ársins
Tré ársins 2025 verður formlega útnefnt við hátíðlega athöfn við gömlu kartöflugeymsluna á Selfossi á morgun, laugardag kl. 14:00. Það er Skógræktarfélag Íslands sem velur tré ársins ár hvert.
Lesa meiraAlþjóðlegir sjálfboðaliðar á frístundaheimili Árborgar
Í september komu til landsins fjórir sjálfboðaliðar á vegum Alþjóðateymis Árborgar.
Lesa meiraDælustöð Vatnsveitu Árborgar - samningur undirritaður
Gleðifrétt frá Mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar.
Lesa meiraFrístundaheimilið Bifröst lánar húsnæði sitt
Á morgun fimmtudag byrjar frístundaheimilið Bifröst aftur að lána húsnæði sitt undir samverustundir barna á leikskólaaldri í Árborg sem ekki eru komin með vistun í leikskóla eða pláss hjá dagmömmu.
Lesa meiraSaunaklefi í sundlaug Stokkseyrar
Á bæjarráðsfundi Árborgar 4. september voru samþykkt kaup á saunaklefa við sundlaugina á Stokkseyri.
Lesa meiraGlæsilegt opnunarteiti á endurbættri vinnustofu félagsins
Það var sannkölluð hátíðarstund þegar Myndlistarfélag Árnessýslu bauð félagsmönnum til opnunarteitis á nýendurbættri vinnustofu félagsins. Mætingin var frábær, stemningin létt og gleðin ríkjandi og ljóst að breytingarnar hafa vakið mikla ánægju meðal félagsmanna.
Lesa meiraDagur læsis 8. september | Læsisstefna Árborgar kynnt til leiks
Dagur læsis er í dag, mánudaginn 8. september og því tilvalið að kynna nýja læsisstefnu sveitarfélagsins Árborgar sem ber heitið Læsi til lífs og leiks. Læsisstefnan er afrakstur þverfaglegrar vinnu fulltrúa leik- og grunnskóla, frístundastofnana og skólaþjónustu auk foreldra.
Lesa meiraÁrborg óskar eftir samtali við Flóahrepp
Bæjarráð Árborgar samþykkti samhljóða á fundi, fimmtudaginn 4. september, að senda erindi á sveitarstjórn Flóahrepps varðandi ósk Árborgar um mögulega tilfærslu á sveitarfélagamörkum og samtal um ávinning sameiningar sveitarfélaganna tveggja.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða