Blésu jólaanda til þjónustunotenda
Blásarasveit tónlistarskólans heimsótti Vinaminni nýlega og flutti tónlist fyrir þjónustunotendur. Andrúmsloftið var hlýlegt og notalegt og vakti flutningurinn mikla ánægju.
Lesa meiraFyrirtæki í Árborg styrkja starfsemi Árbliks og Vinaminnis
Dagþjálfunin Vinaminni og dagdvölin Árblik í Árborg hlutu nýverið rausnarlegar gjafir frá þremur fyrirtækjum í sveitarfélaginu; BR flutningum, Árvirkjanum og Kaffi Krús. Markmið gjafanna er að styðja við fjölbreytta og uppbyggilega starfsemi dagdvalanna og skapa notendum þeirra aukna gleði og virkni í daglegu starfi.
Lesa meiraFjölmenning í hangikjötsveislu hjá Bókasafni Árborgar
Á hverjum þriðjudegi hittist hópur fólks á bókasafninu á Selfossi og æfir sig í að tala íslensku. Að frumkvæði fastagesta var haldið fjölmenningarlegt veisluboð þriðjudaginn 9. desember.
Lesa meiraFæranlegum kennslustofum bætt við Barnaskólann á Eyrarbakka til þess að bæta aðstöðu unglingastigs
Færanlegar kennslustofur sem nýttar hafa verið undanfarin ár í Stekkjarskóla munu nú koma að góðum notum hjá BES á Eyrarbakka.
Verkið gengur vel og munu stofurnar verða teknar í gagnið í byrjun janúar 2026.
Lesa meiraJólasveinarnir koma á Selfoss
Laugardaginn 13. desember klukkan 16:00 munu jólasveinarnir úr
Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og
nærsveitunga á Brúartorginu í miðbæ Selfoss.
Ævintýralegur fjöldi þátttakenda á Jólaævintýri í Hallskoti
Um nýliðna helgi fór fram í fyrsta sinn Jólaævintýri í Hallskoti. Áhorfendum var boðið í ferðalag um skóginn sem var upplýst af jólaljósum og vasaljósum þátttakenda.
Lesa meiraFjárhagsáætlun Svf. Árborgar 2026 samþykkt - Ábyrgur rekstur skilar ávinningi til íbúa
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun, var samþykkt að lokinni seinni umræðu í bæjarstjórn í dag, miðvikudaginn 3. desember. Útsvarsprósentan helst óbreytt í 14,97% og fasteignagjöld eru lækkuð.
Lesa meiraVallaskóli vann Skjálftann 2025
Annað árið í röð sigraði Vallaskóli á Selfossi í Skjálftanum, hæfileikakeppni sunnlenskra ungmenna, sem haldinn var í fimmta sinn í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag.
Lesa meiraKarlar í Uppsölum – ný vinnustofa fyrir smíðavinnu og góðan félagsskap
Nýtt og spennandi verkefni hefur sprottið af stað sem ber heitið ,,Karlar í Uppsölum“. Hugmyndin er að þar komi saman einstaklingar sem vilji hittast, sinna smíðavinnu, fá sér kaffi, spjalla og um leið eflast félagslega.
Lesa meiraSjóðurinn góði 2025
Nú hefur Sjóðurinn Góði opnað fyrir umsóknir um jólaaðstoð. Hægt verður að sækja um til 10.desember. Á Bókasafni Árborgar Selfossi er hægt að koma jólapökkum undir tré til 17. desember.
Lesa meiraJól í Árborg 2025 - aðventu og jóladagskrá sveitarfélagsins
Þann 20. nóvember hófst jólahátíðin Jól í Árborg þegar kveikt var á fyrstu jólaljósunum og á jólatrénu Selfossi.
Lesa meiraJólapeysan 2025
Handverkskonurnar í Gallerí Gimli á Stokkseyri hafa undanfarin ár prjónað jólapeysu sem er síðan boðin upp og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða