Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23. desember 2025 : Hátíðarkveðja bæjarstjóra - Viðburðarríkt ár senn að baki

Það er ekki ofsögum sagt að tíminn líður hratt. Árið 2025 hefur verið viðburðaríkt og nú eru jól og áramót að ganga í garð. Lífsreynsla ársins fer í reynslu- og minningarbankann þegar hugsað er til baka og áhugaverð atvik rifjuð upp. Þakklæti er mér ofarlega í huga, það er margt sem við getum glaðst yfir ásamt því að læra af reynslunni til þess að gera betur á næsta ári. Sveitarfélagið Árborg er samfélag sem ég er stoltur af að tilheyra og ég mun alltaf gera mitt besta fyrir Árborg okkar allra.

Lesa meira

19. desember 2025 : Kosning á íþróttamanneskjum Árborgar 2025

Fræðslu- og frístundanefnd stendur fyrir kjöri á íþróttamanneskjum Árborgar ár hvert. Í ár eru 10 konur og 14 karlar tilnefnd til að hljóta titilinn.

Lesa meira

15. desember 2025 : Blésu jólaanda til þjónustunotenda

Blásarasveit tónlistarskólans heimsótti Vinaminni nýlega og flutti tónlist fyrir þjónustunotendur. Andrúmsloftið var hlýlegt og notalegt og vakti flutningurinn mikla ánægju.

Lesa meira

11. desember 2025 : Fyrirtæki í Árborg styrkja starfsemi Árbliks og Vinaminnis

Dagþjálfunin Vinaminni og dagdvölin Árblik í Árborg hlutu nýverið rausnarlegar gjafir frá þremur fyrirtækjum í sveitarfélaginu; BR flutningum, Árvirkjanum og Kaffi Krús. Markmið gjafanna er að styðja við fjölbreytta og uppbyggilega starfsemi dagdvalanna og skapa notendum þeirra aukna gleði og virkni í daglegu starfi.

Lesa meira

11. desember 2025 : Fjölmenning í hangikjötsveislu hjá Bókasafni Árborgar

Á hverjum þriðjudegi hittist hópur fólks á bókasafninu á Selfossi og æfir sig í að tala íslensku. Að frumkvæði fastagesta var haldið fjölmenningarlegt veisluboð þriðjudaginn 9. desember.

Lesa meira

10. desember 2025 : Færanlegum kennslustofum bætt við Barnaskólann á Eyrarbakka til þess að bæta aðstöðu unglingastigs

Færanlegar kennslustofur sem nýttar hafa verið undanfarin ár í Stekkjarskóla munu nú koma að góðum notum hjá BES á Eyrarbakka.

Verkið gengur vel og munu stofurnar verða teknar í gagnið í byrjun janúar 2026.

Lesa meira

10. desember 2025 : Jólasveinarnir koma á Selfoss

Laugardaginn 13. desember klukkan 16:00 munu jólasveinarnir úr
Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og
nærsveitunga á Brúartorginu í miðbæ Selfoss.

Lesa meira

9. desember 2025 : Ævintýralegur fjöldi þátttakenda á Jólaævintýri í Hallskoti

Um nýliðna helgi fór fram í fyrsta sinn Jólaævintýri í Hallskoti. Áhorfendum var boðið í ferðalag um skóginn sem var upplýst af jólaljósum og vasaljósum þátttakenda.

Lesa meira

3. desember 2025 : Fjárhagsáætlun Svf. Árborgar 2026 samþykkt - Ábyrgur rekstur skilar ávinningi til íbúa

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun, var samþykkt að lokinni seinni umræðu í bæjarstjórn í dag, miðvikudaginn 3. desember. Útsvarsprósentan helst óbreytt í 14,97% og fasteignagjöld eru lækkuð. 

Lesa meira

3. desember 2025 : Vallaskóli vann Skjálftann 2025

Annað árið í röð sigraði Vallaskóli á Selfossi í Skjálftanum, hæfileikakeppni sunnlenskra ungmenna, sem haldinn var í fimmta sinn í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag.

Lesa meira

1. desember 2025 : Karlar í Uppsölum – ný vinnustofa fyrir smíðavinnu og góðan félagsskap

Nýtt og spennandi verkefni hefur sprottið af stað sem ber heitið ,,Karlar í Uppsölum“. Hugmyndin er að þar komi saman einstaklingar sem vilji hittast, sinna smíðavinnu, fá sér kaffi, spjalla og um leið eflast félagslega.

Lesa meira

1. desember 2025 : Sjóðurinn góði 2025

Nú hefur Sjóðurinn Góði opnað fyrir umsóknir um jólaaðstoð. Hægt verður að sækja um til 10.desember. Á Bókasafni Árborgar Selfossi er hægt að koma jólapökkum undir tré til 17. desember.

Lesa meira
Síða 1 af 84

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

23. desember 2025 : Hátíðarkveðja bæjarstjóra - Viðburðarríkt ár senn að baki

Það er ekki ofsögum sagt að tíminn líður hratt. Árið 2025 hefur verið viðburðaríkt og nú eru jól og áramót að ganga í garð. Lífsreynsla ársins fer í reynslu- og minningarbankann þegar hugsað er til baka og áhugaverð atvik rifjuð upp. Þakklæti er mér ofarlega í huga, það er margt sem við getum glaðst yfir ásamt því að læra af reynslunni til þess að gera betur á næsta ári. Sveitarfélagið Árborg er samfélag sem ég er stoltur af að tilheyra og ég mun alltaf gera mitt besta fyrir Árborg okkar allra.

Sjá nánar

19. desember 2025 : Kosning á íþróttamanneskjum Árborgar 2025

Fræðslu- og frístundanefnd stendur fyrir kjöri á íþróttamanneskjum Árborgar ár hvert. Í ár eru 10 konur og 14 karlar tilnefnd til að hljóta titilinn.

Sjá nánar

15. desember 2025 : Blésu jólaanda til þjónustunotenda

Blásarasveit tónlistarskólans heimsótti Vinaminni nýlega og flutti tónlist fyrir þjónustunotendur. Andrúmsloftið var hlýlegt og notalegt og vakti flutningurinn mikla ánægju.

Sjá nánar

11. desember 2025 : Fyrirtæki í Árborg styrkja starfsemi Árbliks og Vinaminnis

Dagþjálfunin Vinaminni og dagdvölin Árblik í Árborg hlutu nýverið rausnarlegar gjafir frá þremur fyrirtækjum í sveitarfélaginu; BR flutningum, Árvirkjanum og Kaffi Krús. Markmið gjafanna er að styðja við fjölbreytta og uppbyggilega starfsemi dagdvalanna og skapa notendum þeirra aukna gleði og virkni í daglegu starfi.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica