Uppbyggingarsjóður Suðurlands
Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands til 3. mars , kl. 16:00.
Styrkveitingar skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu. Í flokki atvinnu og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs.
Leikskólanum Álfheimum veitt viðurkenning
Á Ráðstefnu Landverndar hlaut leikskólinn Álfheimar viðurkenningu. Við getum öll haft áhrif. Ráðstefna Skóla á grænni grein 2020 var yfirskrift ráðstefnu Landverndar sem var haldinn 7. febrúar sl. Þar var fjallað um þær áskoranir sem fylgja skólastarfi á tímum loftslagsbreytinga og var sjónum beint að valdeflandi aðferðum og verkfærum sem nota má með nemendum.
Lesa meiraÚtboð
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í verkið: „Lausar kennslustofur við Vallaskóla 2020“.
Verkið felur í sér smíði og uppsetningu á tveimur færanlegum kennslustofum og tengigangi, á lóð Vallaskóla á Selfossi.
Lesa meiraVor í Árborg 2020 - tillögur og hugmyndir
Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2020″ verður haldin 23.- 26. apríl nk. Skipulagning er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnanna.
Lesa meiraFundarboð
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2020 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl.17:00.
Lesa meiraEyravegur 34-38 Selfossi. Lýsing deiliskipulagsáætlunar.
Samkvæmt 1.mgr.40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing deiliskipulags fyrir lóðirnar Eyravegur 34-38 á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða deiliskipulag á skipulagssvæði sem skilgreint er verslunar- þjónustu og íbúðarsvæði. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðunum Eyravegi 34-38. Selfossi. Lóðirnar eru vestan Fossvegs og norðan Eyravegs.
Lesa meiraSundhöll Selfoss opnar kl. 14:30 í dag, fös. 14.feb.
Sundhöll Selfoss mun opna kl. 14:30 í dag, föstudaginn 14. febrúar.
Lesa meiraInnritun í grunnskóla skólaárið 2020-21
Innritun barna sem eru fædd árið 2014 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2020 fer fram 14. - 24. febrúar næstkomandi.
Lesa meiraÚtboð
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í : „Stígar í Árborg 2020".
Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti þar sem það á við á stígum í Árborg.
Eyrabakkastígur að Kaldaðarnesvegi, stígar í Tjarnahverfi og stígar við Blómsturvelli
Lögð fram þingsályktunartillaga um menningarsal Suðurlands á Selfossi
Nokkrir þingmenn af Suðurlandi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu menningarsalar Suðurlands á Selfossi.
Lesa meiraUnnið að hönnun á nýjum skóla á Selfossi
Vinna Hornsteina og Eflu við hönnun nýja skólans í Björkurstykki gengur vel. Byggingarnefnd hefur haldið 21 fund og á síðustu fundum nefndarinnar hafa arkitektar farið yfir staðsetningu skólans á lóðinni sem og heildar- og innra skipulag hússins með tilliti til leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, frístundaheimilis og íþróttahúss.
Lesa meiraRáðherra samþykkir reglur um Sérdeild Suðurlands
Á haustdögum 2019 samþykkti Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta – og menningarmálaráðherra, reglur um innritun og útskrift grunnskólanemenda úr Sérdeild Suðurlands (Setrinu) sem er til húsa í Sunnulækjarskóla.
Lesa meira