Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


27. febrúar 2020 : Uppbyggingarsjóður Suðurlands

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands til 3. mars , kl. 16:00.
Styrkveitingar skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu. Í flokki atvinnu og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs.

Lesa meira

21. febrúar 2020 : Leikskólanum Álfheimum veitt viðurkenning

Á Ráðstefnu Landverndar hlaut leikskólinn Álfheimar viðurkenningu. Við getum öll haft áhrif. Ráðstefna Skóla á grænni grein 2020 var yfirskrift ráðstefnu Landverndar sem var haldinn 7. febrúar sl. Þar var fjallað um þær áskoranir sem fylgja skólastarfi á tímum loftslagsbreytinga og var sjónum beint að valdeflandi aðferðum og verkfærum sem nota má með nemendum.

Lesa meira

20. febrúar 2020 : Útboð

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í verkið: „Lausar kennslustofur við Vallaskóla 2020“.

Verkið felur í sér smíði og uppsetningu á tveimur færanlegum kennslustofum og tengigangi, á lóð Vallaskóla á Selfossi. 

Lesa meira

18. febrúar 2020 : Vor í Árborg 2020 - tillögur og hugmyndir

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2020″ verður haldin 23.- 26. apríl nk. Skipulagning er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnanna.  

Lesa meira

17. febrúar 2020 : Fundarboð

Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2020 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl.17:00.

Lesa meira

17. febrúar 2020 : Eyravegur 34-38 Selfossi. Lýsing deiliskipulagsáætlunar.

Samkvæmt 1.mgr.40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing deiliskipulags fyrir lóðirnar Eyravegur 34-38 á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða deiliskipulag á skipulagssvæði sem skilgreint er verslunar- þjónustu og íbúðarsvæði. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðunum Eyravegi 34-38. Selfossi. Lóðirnar eru vestan Fossvegs og norðan Eyravegs.

Lesa meira

14. febrúar 2020 : Sundhöll Selfoss opnar kl. 14:30 í dag, fös. 14.feb.

Sundhöll Selfoss mun opna kl. 14:30 í dag, föstudaginn 14. febrúar. 

Lesa meira

10. febrúar 2020 : Innritun í grunnskóla skólaárið 2020-21

Innritun barna sem eru fædd árið 2014 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2020 fer fram 14. - 24. febrúar næstkomandi. 

Lesa meira

6. febrúar 2020 : Útboð

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í : „Stígar í Árborg 2020". 
Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti þar sem það á við á stígum í Árborg.
Eyrabakkastígur að Kaldaðarnesvegi, stígar í Tjarnahverfi og stígar við Blómsturvelli

Lesa meira

5. febrúar 2020 : Lögð fram þingsályktunartillaga um menningarsal Suðurlands á Selfossi

Nokkrir þingmenn af Suðurlandi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu menningarsalar Suðurlands á Selfossi. 

Lesa meira

5. febrúar 2020 : Unnið að hönnun á nýjum skóla á Selfossi

Vinna Hornsteina og Eflu við hönnun nýja skólans í Björkurstykki gengur vel. Byggingarnefnd hefur haldið 21 fund og á síðustu fundum nefndarinnar hafa arkitektar farið yfir staðsetningu skólans á lóðinni sem og heildar- og innra skipulag hússins með tilliti til leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, frístundaheimilis og íþróttahúss. 

Lesa meira

3. febrúar 2020 : Ráðherra samþykkir reglur um Sérdeild Suðurlands

Á haustdögum 2019 samþykkti Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta – og menningarmálaráðherra, reglur um innritun og útskrift grunnskólanemenda úr Sérdeild Suðurlands (Setrinu) sem er til húsa í Sunnulækjarskóla. 

Lesa meira
Síða 73 af 84

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

15. janúar 2026 : Fyrsta skóflustunga að stækkun Jötunheima tekin með leikskólabörnum og starfsfólki

Í dag k. 10:30 var samningur undirritaður og fyrsta skóflustunga tekin að viðbyggingu leikskólans Jötunheima á Selfossi. 

Sjá nánar

14. janúar 2026 : Vinsælasta bók ársins 2025 hjá lánþegum Bókasafna Árborgar

Íbúar í Árborg eru miklir lestrarhestar og duglegir að nýta bókasöfnin. Bókaverðir tóku saman lista yfir þær bækur sem fóru oftast í útlán á nýliðnu ári.

Sjá nánar

8. janúar 2026 : Heiðrún Anna íþróttakona og Heiðar Snær íþróttakarl Árborgar 2025

Fullt hús var í gær á uppskeruhátíð fræðslu- og frístundanefndar Árborgar en tuttugu og fjögur voru tilnefnd sem Íþróttafólk Árborgar 2025.

Sjá nánar

7. janúar 2026 : Strætó - Breytingar á leiðakerfi landsbyggðarvagna

Yfirlit frá Vegagerðinni um þær breytingar á leiðakerfi sem tóku gildi 1. janúar 2026.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica