Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


6. mars 2020 : Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2020

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk var haldin í Grunnskólanum í Hveragerði 5. mars 2020 og var hin hátíðlegasta að vanda. Lokahátíðin er samstarfsverkefni grunnskólanna, Radda, skólaþjónustu Árborgar og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. 

Lesa meira

6. mars 2020 : Útboð

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í :  
„Malbiksyfirlagnir 2020 U-2003023 “. Verklok eru 1. ágúst 2020. Verkið felur í sér malbiksyfirlagnir í Árborg.

Lesa meira

4. mars 2020 : Auglýsing um skipulagsmál

Árbakki - Aðalskipulagsbreytingin felur í sér fyrirætlanir um að breyta atvinnusvæði í íbúðarsvæði, og að færa lóð fyrir leikskóla inn í mitt íbúðarsvæði.
Móavegur 4 og Hellisland 36Um er að ræða annars vegar fyrirhugað deiliskipulag á lóðinni Móavegur 4, Selfossi, þar sem fyrirhugað er að reisa kirkju Kaþólska safnaðarins á Suðurlandi.

Lesa meira

2. mars 2020 : Útboð

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í : „Austurvegur - Rauðholt 2020. U-2002011“

Verkið felur í sér lagningu DN400 stállagnar fyrir hitaveitu eftir Austurvegi milli Langholts og Rauðholts ásamt endurnýjun niðurfalla, regnvatnslagnar og skólplagnar, gerð hjólastígs og endurnýjunar á gangstétt.

Lesa meira

2. mars 2020 : Frá Almannavörnum

Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins.

27. febrúar 2020 : Uppbyggingarsjóður Suðurlands

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands til 3. mars , kl. 16:00.
Styrkveitingar skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu. Í flokki atvinnu og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs.

Lesa meira

21. febrúar 2020 : Leikskólanum Álfheimum veitt viðurkenning

Á Ráðstefnu Landverndar hlaut leikskólinn Álfheimar viðurkenningu. Við getum öll haft áhrif. Ráðstefna Skóla á grænni grein 2020 var yfirskrift ráðstefnu Landverndar sem var haldinn 7. febrúar sl. Þar var fjallað um þær áskoranir sem fylgja skólastarfi á tímum loftslagsbreytinga og var sjónum beint að valdeflandi aðferðum og verkfærum sem nota má með nemendum.

Lesa meira

20. febrúar 2020 : Útboð

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í verkið: „Lausar kennslustofur við Vallaskóla 2020“.

Verkið felur í sér smíði og uppsetningu á tveimur færanlegum kennslustofum og tengigangi, á lóð Vallaskóla á Selfossi. 

Lesa meira

18. febrúar 2020 : Vor í Árborg 2020 - tillögur og hugmyndir

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2020″ verður haldin 23.- 26. apríl nk. Skipulagning er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnanna.  

Lesa meira

17. febrúar 2020 : Fundarboð

Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2020 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl.17:00.

Lesa meira

17. febrúar 2020 : Eyravegur 34-38 Selfossi. Lýsing deiliskipulagsáætlunar.

Samkvæmt 1.mgr.40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing deiliskipulags fyrir lóðirnar Eyravegur 34-38 á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða deiliskipulag á skipulagssvæði sem skilgreint er verslunar- þjónustu og íbúðarsvæði. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðunum Eyravegi 34-38. Selfossi. Lóðirnar eru vestan Fossvegs og norðan Eyravegs.

Lesa meira

14. febrúar 2020 : Sundhöll Selfoss opnar kl. 14:30 í dag, fös. 14.feb.

Sundhöll Selfoss mun opna kl. 14:30 í dag, föstudaginn 14. febrúar. 

Lesa meira
Síða 72 af 84

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

19. desember 2025 : Kosning á íþróttamanneskjum Árborgar 2025

Fræðslu- og frístundanefnd stendur fyrir kjöri á íþróttamanneskjum Árborgar ár hvert. Í ár eru 10 konur og 14 karlar tilnefnd til að hljóta titilinn.

Sjá nánar

15. desember 2025 : Blésu jólaanda til þjónustunotenda

Blásarasveit tónlistarskólans heimsótti Vinaminni nýlega og flutti tónlist fyrir þjónustunotendur. Andrúmsloftið var hlýlegt og notalegt og vakti flutningurinn mikla ánægju.

Sjá nánar

11. desember 2025 : Fyrirtæki í Árborg styrkja starfsemi Árbliks og Vinaminnis

Dagþjálfunin Vinaminni og dagdvölin Árblik í Árborg hlutu nýverið rausnarlegar gjafir frá þremur fyrirtækjum í sveitarfélaginu; BR flutningum, Árvirkjanum og Kaffi Krús. Markmið gjafanna er að styðja við fjölbreytta og uppbyggilega starfsemi dagdvalanna og skapa notendum þeirra aukna gleði og virkni í daglegu starfi.

Sjá nánar

11. desember 2025 : Fjölmenning í hangikjötsveislu hjá Bókasafni Árborgar

Á hverjum þriðjudegi hittist hópur fólks á bókasafninu á Selfossi og æfir sig í að tala íslensku. Að frumkvæði fastagesta var haldið fjölmenningarlegt veisluboð þriðjudaginn 9. desember.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica