Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2020
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk var haldin í Grunnskólanum í Hveragerði 5. mars 2020 og var hin hátíðlegasta að vanda. Lokahátíðin er samstarfsverkefni grunnskólanna, Radda, skólaþjónustu Árborgar og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Lesa meiraÚtboð
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í :
„Malbiksyfirlagnir 2020 U-2003023 “. Verklok eru 1. ágúst 2020. Verkið felur í sér malbiksyfirlagnir í Árborg.
Auglýsing um skipulagsmál
Árbakki - Aðalskipulagsbreytingin felur í sér fyrirætlanir um að breyta atvinnusvæði í íbúðarsvæði, og að færa lóð fyrir leikskóla inn í mitt íbúðarsvæði.
Móavegur 4 og Hellisland 36 - Um er að ræða annars vegar fyrirhugað deiliskipulag á lóðinni Móavegur 4, Selfossi, þar sem fyrirhugað er að reisa kirkju Kaþólska safnaðarins á Suðurlandi.
Útboð
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í : „Austurvegur - Rauðholt 2020. U-2002011“
Verkið felur í sér lagningu DN400 stállagnar fyrir hitaveitu eftir Austurvegi milli Langholts og Rauðholts ásamt endurnýjun niðurfalla, regnvatnslagnar og skólplagnar, gerð hjólastígs og endurnýjunar á gangstétt.
Lesa meiraFrá Almannavörnum
Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins.
Uppbyggingarsjóður Suðurlands
Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands til 3. mars , kl. 16:00.
Styrkveitingar skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu. Í flokki atvinnu og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs.
Leikskólanum Álfheimum veitt viðurkenning
Á Ráðstefnu Landverndar hlaut leikskólinn Álfheimar viðurkenningu. Við getum öll haft áhrif. Ráðstefna Skóla á grænni grein 2020 var yfirskrift ráðstefnu Landverndar sem var haldinn 7. febrúar sl. Þar var fjallað um þær áskoranir sem fylgja skólastarfi á tímum loftslagsbreytinga og var sjónum beint að valdeflandi aðferðum og verkfærum sem nota má með nemendum.
Lesa meiraÚtboð
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í verkið: „Lausar kennslustofur við Vallaskóla 2020“.
Verkið felur í sér smíði og uppsetningu á tveimur færanlegum kennslustofum og tengigangi, á lóð Vallaskóla á Selfossi.
Lesa meiraVor í Árborg 2020 - tillögur og hugmyndir
Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2020″ verður haldin 23.- 26. apríl nk. Skipulagning er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnanna.
Lesa meiraFundarboð
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2020 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl.17:00.
Lesa meiraEyravegur 34-38 Selfossi. Lýsing deiliskipulagsáætlunar.
Samkvæmt 1.mgr.40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing deiliskipulags fyrir lóðirnar Eyravegur 34-38 á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða deiliskipulag á skipulagssvæði sem skilgreint er verslunar- þjónustu og íbúðarsvæði. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðunum Eyravegi 34-38. Selfossi. Lóðirnar eru vestan Fossvegs og norðan Eyravegs.
Lesa meiraSundhöll Selfoss opnar kl. 14:30 í dag, fös. 14.feb.
Sundhöll Selfoss mun opna kl. 14:30 í dag, föstudaginn 14. febrúar.
Lesa meira