Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23. október 2025 : Menningarviðurkenning Árborgar 2025

Sveitarfélagið Árborg endurvekur Menningarviðurkenningu Árborgar og veitir hana sunnudaginn 26. október í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnesinga að Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. 

Lesa meira

22. október 2025 : Starfsemi frístundaheimila Árborgar hafin af krafti

Frístundaheimilin í Árborg hafa hafið vetrarstarfið af krafti og gengur innleiðing nýs dagskipulags vonum framar. Starfið einkennist af gleði, sköpun og góðum starfsanda þar sem börnin kynnast nýjum rýmum, starfsfólki og fjölbreyttum viðfangsefnum.

Lesa meira

21. október 2025 : Borðtennis á blússandi siglingu á Stokkseyri

Þjálfarinn Ruben Illera López hjá Ungmennafélaginu á Stokkseyri hefur kveikt áhuga fjölmargra barna á borðtennis sem æfa nú af kappi og stefna á að keppa á mótum vetrarins.

Lesa meira

20. október 2025 : Gleði og samvera í BES 17. október – þemavinna, söngstund, pálínuboð og lok lestrarkeppni

Föstudaginn 17. október var haldinn einstakur viðburður í skólanum sem einkenndist af gleði, samveru og litadýrð. Dagskráin hófst klukkan 8:20 með notalegri og fjölmennri söngstund, þar sem bæði foreldrar og nemendur tóku þátt. Þessi hlýja stund skapaði góða stemningu og samkennd á meðal allra viðstaddra.

Lesa meira

17. október 2025 : Gullin í grenndinni - tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2025

Gullin í grenndinni er útináms- og samstarfsverkefni tveggja skóla á Selfossi, leikskólans Álfheima og grunnskólans Vallaskóla. Meginmarkmið verkefnisins er að nemendur kynnist náttúrunni og læri og upplifi hana á fróðlegan og skemmtilegan hátt, auk þess að skapa tengsl á milli skólastiganna tveggja.

Lesa meira

14. október 2025 : Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan 13.- 17.október & Zelsíuz býður í heimsókn

Vikan hefur það að markmiði að kynna og varpa ljósi á það mikilvæga starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum og ungmennahúsinu fyrir börn og ungmenni. 

Lesa meira

14. október 2025 : Listaverk í Ráðhúsi Árborgar

Litrík og tilfinningaþrungin olíumálverk eftir abstraktlistamanninn Jakob Veigar Sigurðsson prýða nú skrifstofur, viðtals- og fundarherbergi í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Lesa meira

10. október 2025 : Forvarnardagur í Árborg 2025

Forvarnardagur Árborgar var haldinn miðvikudaginn 8. október sl. og tókst afar vel. Deginum er ætlað að efla forvarnarstarf meðal ungmenna og skapa tækifæri til fræðslu, umræðna og jákvæðra tengsla.

Lesa meira

8. október 2025 : Lóðir undir parhús, sala á byggingarétti

Árborg auglýsir til sölu byggingarétt fyrir íbúðarhúsnæði. Um er að ræða 5 parhúsalóðir fyrir alls 10 íbúðir. Stærð lóðanna er á bilinu 1.157 -1.200 m2.

Um er að ræða vel staðsettar lóðir nærri sterkum þjónustukjörnum.

 

Móstekkur - sala á byggingarétti

Útboð

1. október 2025 : Nýjar reglur í sundlaugum Árborgar

Kæru gestir sundlauga Árborgar! Frá og með 1. október munu nýjar reglur taka gildi í Sundhöll Selfoss og Sundlaug Stokkseyrar. Þessar breytingar eru gerðar með það að markmiði að tryggja betra öryggi og hreinlæti fyrir alla gesti okkar og bæta almenna upplifun í sundlaugum Árborgar.

Lesa meira

29. september 2025 : Til allra verslunar- og þjónustufyrirtækja starfandi í sveitarfélaginu Árborg

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir því að áhugasöm verslunar- og þjónustufyrirtæki starfandi í sveitarfélaginu Árborg sendi tilboð í gjafabréf vegna jólagjafa starfsmanna.

Lesa meira

25. september 2025 : Menningarmánuðurinn október í sextánda sinn

Þann 1. október næstkomandi hefst í sextánda sinn,  Menningarmánuðurinn október í Árborg. Dagskráin 2025 er fjölbreytt að vanda og viðburðir í boði fyrir alla aldurshópa samfélagsins. Hátíðin er mótuð af íbúum sveitarfélagsins, félagasamtökum og fleirum. Í henni kynnumst við miklu af því glæsilega menningar- og listastarfi sem fram fer í sveitarfélaginu Árborg. 

Lesa meira
Síða 3 af 84

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

11. desember 2025 : Fyrirtæki í Árborg styrkja starfsemi Árbliks og Vinaminnis

Dagþjálfunin Vinaminni og dagdvölin Árblik í Árborg hlutu nýverið rausnarlegar gjafir frá þremur fyrirtækjum í sveitarfélaginu; BR flutningum, Árvirkjanum og Kaffi Krús. Markmið gjafanna er að styðja við fjölbreytta og uppbyggilega starfsemi dagdvalanna og skapa notendum þeirra aukna gleði og virkni í daglegu starfi.

Sjá nánar

11. desember 2025 : Fjölmenning í hangikjötsveislu hjá Bókasafni Árborgar

Á hverjum þriðjudegi hittist hópur fólks á bókasafninu á Selfossi og æfir sig í að tala íslensku. Að frumkvæði fastagesta var haldið fjölmenningarlegt veisluboð þriðjudaginn 9. desember.

Sjá nánar

10. desember 2025 : Færanlegum kennslustofum bætt við Barnaskólann á Eyrarbakka til þess að bæta aðstöðu unglingastigs

Færanlegar kennslustofur sem nýttar hafa verið undanfarin ár í Stekkjarskóla munu nú koma að góðum notum hjá BES á Eyrarbakka.

Verkið gengur vel og munu stofurnar verða teknar í gagnið í byrjun janúar 2026.

Sjá nánar

10. desember 2025 : Jólasveinarnir koma á Selfoss

Laugardaginn 13. desember klukkan 16:00 munu jólasveinarnir úr
Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og
nærsveitunga á Brúartorginu í miðbæ Selfoss.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica