Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15. september 2021 : Loftgæðamælingar við Selfoss vegna eldgoss

Umhverfisstofnun fór þess á leit við sveitarfélagið í sumar að fá að koma upp loftgæðamælum á Selfossi sem lið í því að þétta net loftgæðamæla vegna eldgossins í Geldingadölum.

Lesa meira

14. september 2021 : Aspir við Austurveg

Líkt og fram kom í fréttatilkynningu sem birtist á fréttavef DFS í gær þá þarf að fella nokkrar aspir við Austurveg. Aspirnar standa við gangbrautir og var það mat bæði Lögreglu og Vegagerðar að þær stefni öryggi gangandi vegfarenda í hættu. Alls er um að ræða 9 stórar aspir.

Lesa meira

14. september 2021 : Skólastarfið fer vel af stað í Stekkjaskóla

Skólastarfið hefur farið vel af stað í Stekkjaskóla, sem nú er til húsa í frístundarheimilinu Bifröst. Stefnt er að því að skólinn flytji í nýtt húsnæði í október. 

Lesa meira

13. september 2021 : Fræðslunefnd fjallar um málefni talmeinafræðinga

Á 36. fundi fræðslunefndar var fjallað um erindi sem barst frá þremur nemum í talmeinafræði við Háskóla Íslands.

Lesa meira

9. september 2021 : Göngum í skólann

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samtarfsaðilum ræsti verkefnið Göngum í skólann í fimmtánda sinn miðvikudaginn 8. september.

Lesa meira

8. september 2021 : Upplýsingamiðstöðin á Selfossi verður í Pennanum/Eymundsson

Sveitarfélagið Árborg hefur í kjölfar auglýsingar samið við Pennann/Eymundsson um rekstur upplýsingarmiðstöðvar á Selfossi.

Lesa meira

7. september 2021 : Framfaravog sveitarfélaga - niðurstöður 2021

Nýjustu niðurstöður úr verkefninu "Framfaravog sveitarfélaga" sem Sveitarfélagið Árborg er hluti af voru kynntar 31.ágúst sl.

Lesa meira

3. september 2021 : Sveitarfélagið auglýsir eftir húsnæði

Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir íbúðarhúsnæðum til leigu frá og með 1. október næstkomandi. 

Lesa meira

1. september 2021 : Heilsuefling 60+ fyrir eldri íbúa í Árborg

Heilsuræktarnámskeið fyrir eldri íbúa í Árborg hefst fimmtudaginn 2. september nk. kl. 10:30  á frjálsíþróttavellinum á Selfossvelli.  Kennari á námskeiðinu er Berglind Elíasdóttir, íþróttakennari og veitir hún allar nánari upplýsingar í síma 867-3229.

Lesa meira

1. september 2021 : Útivistartími barna breytist 1.september

Nú þegar haustið er komið og sólinn farinn að lækka á lofti þarf að huga að breyttum útivistartíma barnanna en frá og með 1. september mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 20:00 og 13 – 16 ára til kl. 22:00 á kvöldin.

Lesa meira

27. ágúst 2021 : Íþrótta- og frístundastefna Sveitarfélagsins Árborgar 2021-2025

Frístunda- og menningarnefnd samþykkti í vor nýja íþrótta- og frístundastefnu Sveitarfélagsins Árborgar 2021-2025.

Lesa meira

26. ágúst 2021 : Tilkynning frá sveitarfélaginu | jarðvegslosun

Tekið er á móti endurnýjanlegu, óvirku jarðefni svo sem mold, möl og grjóti við Súluholt í Flóahreppi og austan við hesthúsahverfið á Stokkseyri. Skylt er að sjá um að á öllu athafnasvæði hennar sé gætt fyllsta hreinlætis og svæðið sé snyrtilegt á hverjum tíma.

Lesa meira
Síða 47 af 84

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

15. desember 2025 : Blésu jólaanda til þjónustunotenda

Blásarasveit tónlistarskólans heimsótti Vinaminni nýlega og flutti tónlist fyrir þjónustunotendur. Andrúmsloftið var hlýlegt og notalegt og vakti flutningurinn mikla ánægju.

Sjá nánar

11. desember 2025 : Fyrirtæki í Árborg styrkja starfsemi Árbliks og Vinaminnis

Dagþjálfunin Vinaminni og dagdvölin Árblik í Árborg hlutu nýverið rausnarlegar gjafir frá þremur fyrirtækjum í sveitarfélaginu; BR flutningum, Árvirkjanum og Kaffi Krús. Markmið gjafanna er að styðja við fjölbreytta og uppbyggilega starfsemi dagdvalanna og skapa notendum þeirra aukna gleði og virkni í daglegu starfi.

Sjá nánar

11. desember 2025 : Fjölmenning í hangikjötsveislu hjá Bókasafni Árborgar

Á hverjum þriðjudegi hittist hópur fólks á bókasafninu á Selfossi og æfir sig í að tala íslensku. Að frumkvæði fastagesta var haldið fjölmenningarlegt veisluboð þriðjudaginn 9. desember.

Sjá nánar

10. desember 2025 : Færanlegum kennslustofum bætt við Barnaskólann á Eyrarbakka til þess að bæta aðstöðu unglingastigs

Færanlegar kennslustofur sem nýttar hafa verið undanfarin ár í Stekkjarskóla munu nú koma að góðum notum hjá BES á Eyrarbakka.

Verkið gengur vel og munu stofurnar verða teknar í gagnið í byrjun janúar 2026.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica