Nýtt stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna
Frá haustdögum 2016 hafa sveitarfélögin Árborg, Hafnarfjörður og Reykjanesbær verið í faglegu samstarfi um þýðingu og staðfæringu á stöðumatstæki sem nýtist skólum til að leggja mat á námshæfni, þekkingu og reynslu nemenda af erlendum uppruna á þeirra tungumáli. Í lok ársins 2018 bættist Fellaskóli í Reykjavík inn í samstarfið.
Lesa meiraLífshlaupið hefst 3. feb | Skráning hefst 20.jan
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta.
Lesa meiraNafnasamkeppni vegna nýs hringtorgs
Á fundi Eigna- og veitunefndar Árborgar þann 14. janúar sl. var ákveðið að efna til nafnasamkeppni vegna nýs hringtorgs á gatnamótum Suðurhóla/Eyrarabakkavegar og Hagalæks á Selfossi.
Lesa meiraBreyttur opnunartími skrifstofa Árborgar
Frá og með mánudeginum 18. janúar breytist opnunartími skrifstofa Sveitarfélagsins Árborgar.
Lesa meiraÚrslit í jólaskreytingasamkeppni Árborgar 2020
Út frá aðsendum tilnefningum voru 3 íbúðarhús, 1 fjölbýli og ein stofnun sem fengu viðurkenningar fyrir fallegar jólaskreytingar í ár.
Lesa meiraSöfnun jólatrjáa í Sveitarfélaginu Árborg lau. 9. janúar 2021
Laugardaginn 9.janúar 2021 frá kl. 10:00 verða jólatrén hirt upp í Sveitarfélaginu Árborg. Íbúar geta þá sett jólatrén sín út á gangstétt eða lóðamörk og verða þau þá fjarlægð.
Lesa meiraSamstarf til farsældar
Árið 2020 verður lengi í minnum haft enda hefur COVID-19 haft veruleg áhrif á allt samfélagið. Þrátt fyrir að COVID-reynslan hafi verið krefjandi höfum við lært af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir.
Lesa meiraInnanbæjarstrætó Árborgar fjölgar ferðum frá 2.janúar 2021 - frítt fyrir alla aldurshópa
Á nýju ári verða breytingar á akstri Árborgarstrætó þegar sunnudagar bætast við aksturáætlunina, ferðum fjölgar milli þéttbýliskjarna og frítt verður fyrir alla í ferðir innan Árborgar. Á sama tíma tekur Guðmundur Tyrfingsson ehf. við akstrinum innan Árborgar af Strætó bs.
Lesa meiraÁramóta- og þrettándabrennum aflýst í Árborg en boðið upp á flugeldasýningar
Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að aflýsa fyrirhuguðum áramótabrennum á Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka þetta árið ásamt þrettándabrennu í ljósi sóttvarnaaðgerða í samfélaginu. Þó verður boðið upp á flugeldasýningar í öllum þéttbýliskjörnum.
Lesa meiraUppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar frestað fram á nýtt ár
Frístunda- og menningarnefnd Árborgar hefur ákveðið í ljósi aðstæðna að fresta Uppskeruhátíðinni sem alla jafna hefur farið fram milli jóla og nýárs.
Lesa meiraFjárhagsáætlun Sveitarfélags Árborgar samþykkt - til varnar samfélaginu
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti fjárhagsáætlun 2021-2024 á fundi sínum þann 16. desember síðastliðinn að lokinni síðari umræðu.
Lesa meira