Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Lesa meira

17. júlí 2020 : Gámasvæðið við Víkurheiði lokað 17.júlí vegna veðurs

Vegna veðurs verður gámasvæðið við Víkurheiði á Selfossi lokað í dag fös. 17. júlí. 

Lesa meira

8. júlí 2020 : Innanbæjarstrætó í Árborg - bætt við ferð fyrir hádegi virka daga

Sveitarfélagið Árborg hefur í samstarfi við Strætó bætt við ferð á virkum dögum fyrir hádegi á leið 75 sem keyrir innan Árborgar. Þessi ferð fer frá Selfossi kl. 9:33 og keyrir milli Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka.

Lesa meira

30. júní 2020 : Símtöl og samkomur á vegum fjölskyldusviðs Árborgar

Framhald af verkefni sem félagsmiðstöðin Zelsíuz var með á tímum samkomubanns heldur áfram á komandi vikum. 

Lesa meira

29. júní 2020 : Ráðning mannauðsráðgjafa

Berglind Harðardóttir hefur verið ráðin mannauðsráðgjafi í mannauðsdeild Sveitarfélagsins Árborgar en hún var valin úr hópi 19 umsækjenda um starfið. 

Lesa meira

25. júní 2020 : Vinningshafi í nafnasamkeppni

Í dag voru veitt verðlaun fyrir tillögu að nafni á nýja leikskólann í Engjalandi. Átján þátttakendur áttu tillöguna sem varð fyrir valinu, Goðheimar. 

Lesa meira

24. júní 2020 : Nýr aðstoðarskólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólastjóra við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. 

Lesa meira

24. júní 2020 : Goðheimar er nafn nýja leikskólans á Selfossi

Á 23. fundi fræðslunefndar, sem haldinn var 11. júní sl., var farið yfir fjölmargar tillögur í nafnasamkeppni fyrir nýjan leikskóla í Engjalandi sem verður tekinn í notkun á vordögum 2021. 

Lesa meira

19. júní 2020 : Lokunarplan - vegagerð

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir: 
Fimmtudaginn 18. júní er stefnt á að malbika Hringveg, á milli Þrengslavegar og Hellisheiðar í átt að Hveragerði. 

Lesa meira

18. júní 2020 : Í dag opnar Knarrarósviti fyrir almenning

Í sumar verður hægt að heimsækja Knarrarósvita og upplifa stórkostlegt útsýni úr 30 metra lofthæð yfir sjávarmáli

Lesa meira

17. júní 2020 : Þjóðhátíðarávarp 2020

Ávarp fjallkonu og fulltrúa Sveitarfélags Árborgar

Lesa meira

15. júní 2020 : Tilkynning frá Vatnsveitu Árborgar

Vegna breytinga á stofnlögnum við hringtorg Eyrarvegur/Suðurhólar verður kaldavatnslaust fimmtudaginn 18.júní á eftirtöldum stöðum: Eyrarbakki, Stokkseyri, fyrrum Sandvíkurhreppur, á Selfossi er það Álalækur og Víkurheiði. 

Lesa meira
Síða 64 af 84

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

19. desember 2025 : Kosning á íþróttamanneskjum Árborgar 2025

Fræðslu- og frístundanefnd stendur fyrir kjöri á íþróttamanneskjum Árborgar ár hvert. Í ár eru 10 konur og 14 karlar tilnefnd til að hljóta titilinn.

Sjá nánar

15. desember 2025 : Blésu jólaanda til þjónustunotenda

Blásarasveit tónlistarskólans heimsótti Vinaminni nýlega og flutti tónlist fyrir þjónustunotendur. Andrúmsloftið var hlýlegt og notalegt og vakti flutningurinn mikla ánægju.

Sjá nánar

11. desember 2025 : Fyrirtæki í Árborg styrkja starfsemi Árbliks og Vinaminnis

Dagþjálfunin Vinaminni og dagdvölin Árblik í Árborg hlutu nýverið rausnarlegar gjafir frá þremur fyrirtækjum í sveitarfélaginu; BR flutningum, Árvirkjanum og Kaffi Krús. Markmið gjafanna er að styðja við fjölbreytta og uppbyggilega starfsemi dagdvalanna og skapa notendum þeirra aukna gleði og virkni í daglegu starfi.

Sjá nánar

11. desember 2025 : Fjölmenning í hangikjötsveislu hjá Bókasafni Árborgar

Á hverjum þriðjudegi hittist hópur fólks á bókasafninu á Selfossi og æfir sig í að tala íslensku. Að frumkvæði fastagesta var haldið fjölmenningarlegt veisluboð þriðjudaginn 9. desember.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica