Borðtennisæfingar hefjast í Sunnulækjarskóla mið. 13.maí.
Borðtennissamband Íslands mun á næstu vikum prófa að vera með borðtennisæfingar í Fjallasal Sunnulækjarskóla fyrir börn í 5. - 10.bekk. Þátttökugjald er ókeypis og geta öll börn á þessum aldri komið og prófað.
Lesa meiraInnanbæjarstrætó í Árborg keyrir aftur samkvæmt áætlun frá 11.maí.
Mánudaginn 11.maí fellur niður sú skerðing sem verið hefur á akstri Strætó á leið 75 innan Árborgar. Innanbæjarstrætó mun því keyra samkvæmt hefðbundinni áætlun virka daga og um helgar.
Lesa meiraSumar í Árborg 2020
Endurgerð á Lyngheiði 2020 - Röskun á umferð
Unnið verður að endurgerð á götunni Lyngheiði á Selfossi frá miðjum maí næstkomandi og fram til 1. október 2020
Lesa meiraNý og áhugaverð sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri
Á fundi bæjarstjórnar 29. apríl sl. var samþykkt að fjölga sumarstörfum fyrir námsmenn 18 ára og eldri á vegum Sveitarfélagins Árborgar í sumar, í ljósi þess ástands sem skapast hefur í atvinnumálum vegna Covid-19 faraldursins.
Lesa meiraHreinsunarátak 2020
Hreinsunarátak verður í Sveitarfélaginu Árborg 11. - 16. maí. Íbúar eru hvattir til að taka vel í kringum sig eftir veturinn, hreinsa lóðir sínar, tína rusl, sópa gangstéttar og leggja sitt af mörkum til að fegra umhverfið okkar.
Lesa meiraNýr rafmagnsbíll til Vatnsveitu Árborgar
Í síðustu viku fékk Vatnsveita Árborgar afhentan nýjan rafmagnsbíl af gerðinni VW eCrafter sem er fyrsti slíki bíllinn á Íslandi.
Lesa meiraÚTBOÐ - Úrgangsþjónusta Árborg (21182)
Ríkiskaup, fyrir hönd sveitarfélagsins Árborgar, óska eftir tilboðum í verkefnið 21182 Úrgangsþjónusta Árborg - Söfnun og úrvinnsla úrgangs fyrir heimili, stofnanir og gámastöð Árborgar 2020 - 2022
Lesa meiraOpnanir og þjónusta hjá sveitarfélaginu eftir 4.maí
Þjónusta í þjónustuveri sveitarfélagsins, félagslegri ráðgjöf og bókasafni í Ráðhúsi Árborgar ásamt þjónustumiðstöð sveitarfélagins að Austurvegi 67 eru smátt að opna á ný.
Lesa meiraOpnun bókasafna sveitarfélagsins!
Mánudaginn 4. maí kl. 9:00 verður Bókasafnið á Selfossi opnað aftur. Við verðum með opið frá kl. 9:00 - 18:00 alla virka daga í sumar ef allt fer sem horfir.
Lesa meiraGötusópun í Árborg vorið 2020
Sveitarfélagið mun á næstu dögum láta sópa götur í Árborg. Ráðin hefur verið verktaki til þess að framkvæma sópunina og mun Íslenska gámafélagið ehf. vinna verkið. Sjá nánar dagsetningar fyrir hreinsun.
Lesa meiraMarkaskrá 2020
Enn eiga nokkrir eftir að skila inn endurnýjun marka sinna eða láta vita ef þau eiga að falla niður. Allir eigendur skráðra eyrnamarka og frostmarka í síðustu markaskrá 2012 áttu að hafa fengið bréf sent seinnipartinn í mars og skila átti inn fyrir 20.apríl.
Lesa meira