Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21. apríl 2020 : Árborg plokkar

Laugardaginn 25. apríl 2020 frá kl. 9-12 verður unnt að nálgast glæra plastpoka til ruslatínslu og losa
sig við afraksturinn í stórsekki að tínslu lokinni á eftirfarandi stöðum:
Eyrarbakki: Við sjoppuna.
Stokkseyri: Við sjoppuna.
Selfoss: Sunnan við Ráðhús Árborgar.
Sunnan við Krambúðina (grænt svæði við Fossheiði).
Sunnulækjarskóli við íþróttahúsið.
Leikskólar Árborgar 

Lesa meira

20. apríl 2020 : Verktakar athugið

Verktökum stendur til boða skráning á verktakalista vegna viðhaldsverkefna Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2020 - 2021 Mannvirkja- og umhverfissvið Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir umsóknum verktaka til þátttöku í væntanlegum verðfyrirspurnum í tímavinnu vegna endurbóta, viðhaldsvinnu o.fl. í verkefnum á vegum sveitarfélagsins. Um er að ræða viðhaldsvinnu í öllum deildum Mannvirkja- og umhverfissviðs, eignadeild, Selfossveitum og þjónustumiðstöð.

Lesa meira

20. apríl 2020 : KYNNING Á FRAMKVÆMDUM VIÐ AUSTURVEG - RAUÐHOLT

Sveitarfélagið Árborg hefur samþykkt að fara í framkvæmdir við Austurveg milli Langholts og Rauðholts á Selfossi. Verkið felur í sér lagningu DN400 stállagnar fyrir hitaveitu eftir Austurvegi milli Langholts og Rauðholts ásamt endurnýjun niðurfalla, regnvatnslagnar og skólplagnar, gerð hjólastígs og endurnýjunar á gangstétt.

Lesa meira

17. apríl 2020 : Ný umsóknaform á "Mín Árborg"

Unnið er að því að fjölga jafnt og þétt umsóknarformum og skjölum á "Mín Árborg" í því skyni að bæta þjónustu við íbúa auk þess að einfalda ferla og minnka pappírsnotkun hjá sveitarfélaginu. Eftirfarandi skjöl hafa bæst við á Mín Árborg frá í febrúar.

Lesa meira

15. apríl 2020 : Ráðning lögfræðings á stjórnsýslusvið sveitarfélagsins

 Sigríður Vilhjálmsdóttir hdl. hefur störf 1. júní nk.

Lesa meira

8. apríl 2020 : Frístundastyrkur Árborgar hækkar um 10.000 kr.

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi 2.apríl sl. sem hluta af aðgerðum sveitarfélagsins vegna COVID-19 að hækka frístundastyrkinn í Árborg um 10.000 kr. og verður hann því í heildina 45.000 kr. árið 2020. 

Lesa meira

8. apríl 2020 : Umsóknir um frestun fasteignagjalda

Nú er hægt að sækja um frestun fasteignagjalda á vef Árborgar sbr. ákvörðun bæjarstjórnar þar um. Umsóknareyðublað er aðgengilegt undir "Mínar síður", íbúagátt sveitarfélagsins.

7. apríl 2020 : Rafmagnslaust á Selfossi

Rafmagn fór af stórum hluta Selfoss  í dag, nánari upplýsingar á vefsíðu HS veitna

7. apríl 2020 : Aðgengi að sorptunnum

Íbúar eru hvattir til að auðvelda aðgengið með því að moka vel frá sorptunnum og sorpgeymslum til að auðvelda aðgengi sorphirðu verktaka. Víða hefur borið á því að það sé ekki gert og því er sorp ekki hirt hjá þeim aðilum.

Lesa meira

3. apríl 2020 : Rakninga-app

Við hvetjum alla til að setja upp Rakning C-19 appið til að hjálpa til við rakningu þegar upp koma smit.

Lesa meira

3. apríl 2020 : Úthlutun úr húsafriðunarsjóði árið 2020

Þann 30. mars tilkynnti Minjastofnun Íslands að úthlutað hefði verið úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020. Styrkir úr húsafriðunarsjóði eru veittir með tilliti til varðveislugildis húsa sem um ræðir.
Samtals voru veittir styrkir að upphæð 304.000.000 kr. 

Lesa meira

3. apríl 2020 : Sveitarfélagið Árborg ÚTBOÐ

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í : „Lyngheiði 2020 – U2003172“

Verkið felur í sér endurgerð á götunni Lyngheiði á Selfossi, þ.e. jarðvegsskipti götu, endurnýjun stofnlagna fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu, ásamt lagningu ídráttarröra fyrir Selfossveitur bs. Einnig þarf að leggja fráveitulagnir frá Fossheiði að Lyngheiði og tengja þær við stofnræsi fráveitu í Fossheiði. Að lokum skal malbika götur og ganga frá yfirborði gangstétta.

Lesa meira
Síða 69 af 84

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

19. desember 2025 : Kosning á íþróttamanneskjum Árborgar 2025

Fræðslu- og frístundanefnd stendur fyrir kjöri á íþróttamanneskjum Árborgar ár hvert. Í ár eru 10 konur og 14 karlar tilnefnd til að hljóta titilinn.

Sjá nánar

15. desember 2025 : Blésu jólaanda til þjónustunotenda

Blásarasveit tónlistarskólans heimsótti Vinaminni nýlega og flutti tónlist fyrir þjónustunotendur. Andrúmsloftið var hlýlegt og notalegt og vakti flutningurinn mikla ánægju.

Sjá nánar

11. desember 2025 : Fyrirtæki í Árborg styrkja starfsemi Árbliks og Vinaminnis

Dagþjálfunin Vinaminni og dagdvölin Árblik í Árborg hlutu nýverið rausnarlegar gjafir frá þremur fyrirtækjum í sveitarfélaginu; BR flutningum, Árvirkjanum og Kaffi Krús. Markmið gjafanna er að styðja við fjölbreytta og uppbyggilega starfsemi dagdvalanna og skapa notendum þeirra aukna gleði og virkni í daglegu starfi.

Sjá nánar

11. desember 2025 : Fjölmenning í hangikjötsveislu hjá Bókasafni Árborgar

Á hverjum þriðjudegi hittist hópur fólks á bókasafninu á Selfossi og æfir sig í að tala íslensku. Að frumkvæði fastagesta var haldið fjölmenningarlegt veisluboð þriðjudaginn 9. desember.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica