Tilkynning frá Selfossveitum
Vegna viðgerðar á stofnlögn á Eyrarbakka verður heitavatnslaust miðvikudaginn 29.apríl við öll hús vestan Háeyri og einnig við Túngötu. Aðgerðir hefjast um kl.9 um morguninn og standa yfir fram eftir degi.
Lesa meiraSímavinir eldri borgara í Árborg
Eftir umræður í m.a. viðbragðsstjórn Árborgar ákvað stjórnin að boða til samráðsfundar með formanni félags eldri borgara, fulltrúa sveitarfélagsins í samráðshópi áfallamála, forstöðumanni félagslegrar heimaþjónustu, forstöðumanni dagdvalanna og fulltrúa Rauðakrossins miðvikudaginn 8. apríl sl. v/símhringiverkefnis fyrir eldri borgara í Árborg.
Lesa meiraVorhreinsun gatna
Vorhreinsun gatna og gönguleiða er farin af stað í sveitarfélaginu. Nýlega festi sveitarfélagið kaup á gangstéttarsóp og hefur hafið hreinsun á göngu- og hjólastígum innan sveitarfélagsins.
Lesa meiraDrög að nýrri umhverfisstefnu fyrir Árborg
Fyrir umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar liggja nýjustu drög að umhverfisstefnu sveitarfélagsins sem hefur verið til vinnslu í nefndinni í samstarfi við Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðing.
Lesa meiraSöfnun til styrktar framlínustarfsfólki
VISS, vinnu- og hæfnigarstöð tekur nú þátt í verkefni með Reyni Bergmann (snappara) en hann hefur hrint af stað söfnum til styrktar framlínustarfsfólki okkar sem stendur í ströngu þessa dagana v/COVID-19.
Lesa meiraÁfram Árborg – ákall um samráð
Mikill samdráttur og efnahagsvandi vegna Covid-19 aðgerða er öllum ljós. Áríðandi er að grípa til viðbragða og nýta öll tækifæri sem gefast gegn samdrættinum í efnahagslífi þjóðarinnar. Í þeirri stöðu sem nú blasir við eru möguleikar til viðspyrnu hugsanlega meiri í Árborg en víða annarsstaðar.
Lesa meiraÍþrótta- og frístundastarf hefst að nýju 4. maí
Heilbrigðisráðherra hefur gefið út víðtækari afléttingu fyrir íþrótta- og frístundastarf barna og unglinga á Íslandi frá og með 4.maí nk. Fréttirnar eru mjög jákvæðar og mun íþrótta- og frístundastarfið í Árborg hefjast aftur á þessum tíma.
Lesa meiraÁrborg plokkar
Laugardaginn 25. apríl 2020 frá kl. 9-12 verður unnt að nálgast glæra plastpoka til ruslatínslu og losa
sig við afraksturinn í stórsekki að tínslu lokinni á eftirfarandi stöðum:
Eyrarbakki: Við sjoppuna.
Stokkseyri: Við sjoppuna.
Selfoss: Sunnan við Ráðhús Árborgar.
Sunnan við Krambúðina (grænt svæði við Fossheiði).
Sunnulækjarskóli við íþróttahúsið.
Leikskólar Árborgar
Verktakar athugið
Verktökum stendur til boða skráning á verktakalista vegna viðhaldsverkefna Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2020 - 2021 Mannvirkja- og umhverfissvið Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir umsóknum verktaka til þátttöku í væntanlegum verðfyrirspurnum í tímavinnu vegna endurbóta, viðhaldsvinnu o.fl. í verkefnum á vegum sveitarfélagsins. Um er að ræða viðhaldsvinnu í öllum deildum Mannvirkja- og umhverfissviðs, eignadeild, Selfossveitum og þjónustumiðstöð.
Lesa meiraKYNNING Á FRAMKVÆMDUM VIÐ AUSTURVEG - RAUÐHOLT
Sveitarfélagið Árborg hefur samþykkt að fara í framkvæmdir við Austurveg milli Langholts og Rauðholts á Selfossi. Verkið felur í sér lagningu DN400 stállagnar fyrir hitaveitu eftir Austurvegi milli Langholts og Rauðholts ásamt endurnýjun niðurfalla, regnvatnslagnar og skólplagnar, gerð hjólastígs og endurnýjunar á gangstétt.
Lesa meiraNý umsóknaform á "Mín Árborg"
Unnið er að því að fjölga jafnt og þétt umsóknarformum og skjölum á "Mín Árborg" í því skyni að bæta þjónustu við íbúa auk þess að einfalda ferla og minnka pappírsnotkun hjá sveitarfélaginu. Eftirfarandi skjöl hafa bæst við á Mín Árborg frá í febrúar.
Ráðning lögfræðings á stjórnsýslusvið sveitarfélagsins
Sigríður Vilhjálmsdóttir hdl. hefur störf 1. júní nk.
Lesa meira