Nýr skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Páll Sveinsson hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Lesa meiraMótvægisaðgerðir ríkisins og framkvæmdir í Árborg
Endurgreiðsla virðisaukaskatts til sveitarfélaga vegna ákveðins hluta framkvæmda- og viðhaldskostnaðar var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Árborgar í gær, 4. júní.
Lesa meiraSnjallmælavæðing Selfossveitna
Set ehf. á Selfossi og Selfossveitur hafa gert með sér samning um innkaup á snjallmælum hitaveitu. Fyrir liggur að snjallvæða alla hitaveitumæla hjá Selfossveitum en það hefur umtalsvert hagræði í för með sér en þá geta mælarnir sjálfir annast álestur og komið gögnum í rauntíma til Selfossveitna.
Lesa meiraNý dælustöð Selfossveitna
Þann 6. maí síðastliðinn var tekin í gagnið ný dælustöð Selfossveitna við Austurveg 67. Um er að ræða aðaldælustöð hitaveitunnar fyrir Sveitarfélagið Árborg, en nýja stöðin eykur verulega afhendingaröryggi á heitu vatni til íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu.
Lesa meiraSmáratún á Selfossi - lokun götu
Smáratún verður lokað fyrir bílaumferð frá mánudeginum 8. júní til og með mánudeginum 15. júní, vegna gatnagerðar og malbikunarframkvæmda
Lesa meiraBreytt setning vinnuskóla Árborgar 2020
Covid19 hefur sett sitt mark á þjóðfélagið allt síðustu mánuði og er vinnuskólinn engin undantekning. Vinnuskólinn verður starfræktur með svipuðu sniði og undanfarin ár og verður unnið við ýmiskonar umhverfis- og viðhaldsverkefni.
Lesa meiraSlys í Sundhöll Selfoss
Sá afar sorglegi atburður varð í Sundhöll Selfoss þann 1. júní, að 86 ára karlmaður lést í lauginni. Sveitarfélagið Árborg og starfsfólk sundlaugarinnar vottar aðstandendum sína dýpstu samúð og mun af öllum mætti aðstoða lögregluna við rannsókn málsins. Lögreglan á Suðurlandi hefur andlátið til rannsóknar og dánarorsök liggur ekki fyrir.
Lesa meiraAðstoð og stuðningur
Upplýsingar um hvert einstaklingar geta leitað eftir aðstoð og stuðningi í Árnessýslu
Lesa meiraTilkynning - Vinnuskóli Árborgar
Þann 8. júní hefja rúmlega 300 unglingar störf við Vinnuskóla Árborgar. Vinnuskólinn verður starfræktur með svipuðum hætti og undanfarin ár.
Lesa meiraHjólabrettanámskeið á Selfossi
Hjólabrettaskóli Reykjavíkur blæs til Hjólabrettanámskeiðs á Selfossi í Júní. Námskeiðið hefst laugardaginn 6. Júní 2020 og er 3 laugardaga í röð. Verið er að taka á móti skráningum núna og er námskeiðið mjög fljótt að fyllast, fyrstur skráir fyrstur fær!
Lesa meiraSumarsmiðjur Félagsmiðstöðvar Zelsíuz
Félagsmiðstöðin Zelsíuz ætlar að standa fyrir sumarsmiðjum fyrir börn sem voru að ljúka 5. - 7. bekk. Smiðjurnar verða í boði frá 8. júní -10. júlí.
Lesa meiraKvennaklefinn opnar í Sundhöll Selfoss
Inni kvennaklefinn í Sundhöll Selfoss opnar aftur föstudaginn 29. maí eftir lokun sl. vikur vegna viðhalds.
Lesa meira