Frístundastyrkur Árborgar hækkar um 10.000 kr.
Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi 2.apríl sl. sem hluta af aðgerðum sveitarfélagsins vegna COVID-19 að hækka frístundastyrkinn í Árborg um 10.000 kr. og verður hann því í heildina 45.000 kr. árið 2020.
Lesa meiraUmsóknir um frestun fasteignagjalda
Nú er hægt að sækja um frestun fasteignagjalda á vef Árborgar sbr. ákvörðun bæjarstjórnar þar um. Umsóknareyðublað er aðgengilegt undir "Mínar síður", íbúagátt sveitarfélagsins.
Rafmagnslaust á Selfossi
Rafmagn fór af stórum hluta Selfoss í dag, nánari upplýsingar á vefsíðu HS veitna .
Aðgengi að sorptunnum
Íbúar eru hvattir til að auðvelda aðgengið með því að moka vel frá sorptunnum og sorpgeymslum til að auðvelda aðgengi sorphirðu verktaka. Víða hefur borið á því að það sé ekki gert og því er sorp ekki hirt hjá þeim aðilum.
Lesa meiraRakninga-app
Við hvetjum alla til að setja upp Rakning C-19 appið til að hjálpa til við rakningu þegar upp koma smit.
Lesa meiraÚthlutun úr húsafriðunarsjóði árið 2020
Þann 30. mars tilkynnti Minjastofnun Íslands að úthlutað hefði verið úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020. Styrkir úr húsafriðunarsjóði eru veittir með tilliti til varðveislugildis húsa sem um ræðir.
Samtals voru veittir styrkir að upphæð 304.000.000 kr.
Sveitarfélagið Árborg ÚTBOÐ
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í : „Lyngheiði 2020 – U2003172“
Verkið felur í sér endurgerð á götunni Lyngheiði á Selfossi, þ.e. jarðvegsskipti götu, endurnýjun stofnlagna fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu, ásamt lagningu ídráttarröra fyrir Selfossveitur bs. Einnig þarf að leggja fráveitulagnir frá Fossheiði að Lyngheiði og tengja þær við stofnræsi fráveitu í Fossheiði. Að lokum skal malbika götur og ganga frá yfirborði gangstétta.
Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna
Í maí 2019 barst erindi til bæjarráðs Árborgar frá UNICEF þar sem öll sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Samkvæmt nýlegri tölfræði hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.
Lesa meiraHeilræði á tímum kórónuveiru
Embætti landlæknis hefur tekið saman tíu heilræði sem er gagnlegt að huga að til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan á þessum tímum.
Lesa meiraAkcja czytania
Czas na czytanie: Dążymy do ustanowienia nowego rekordu świata w czytaniu
Lesa meiraLestarátakið Tími til að lesa: Stefna að nýju heimsmeti í lestri
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.
Lesa meiraVor í Árborg 2020 - Frestað
Í kjölfarið á banni við skipulögðum viðburðum hefur öllum viðburðum sem fara áttu fram á bæjar- og menningarhátíðinni Vor í Árborg frá 23.- 26. apríl 2020 verið frestað um óákveðin tíma.
Lesa meira